Það þarf að gefa Sjálfstæðisflokknum langt frí frá stjórn landsins enda ættu allir sem eru vitibornir að sjá þá staðreynd að þegar innviðirnir eru stöðugt sveltir af fjármagni og biðlistar til heilbrigðisþjónustu lengjast með hverju árinu, heilbrigðisstofnanir eru reknar á svo lágu fjármagni að ekki er hægt að endurnýja tæki og tól meðan einastofurnar sem rukka fólk fullu verði eru alltaf með það nýjasta og besta sem völ er á.
Heilbrigðisstofnun suðurnesja er nánast lömuð vegna fjársveltis og mannekklu og hvað gera þá þingmenn sjálfstæðisflokksins? Jú, stíga í pontu og segja að eina leiðin til að laga ástandið sé að opna einkarekna heilbriðisþjónustu á suðurnesjum. Það ætti náttúrulega að segja sig sjálft að svona hugmyndafræði geta aðeins illa gefnir fábjánar og sérhagsmunaaðilar dregið út um rassgatið á sér og slengt framan í þjóðina.
Hvernig væri einfaldlega að auka fjármagnið til opinberrar heilsugæslu í héraði í stað þess að haga sér eins og fávitar?
Nú skulum við skoða vegakerfið. Það er dæmt nánast ónýtt vegna viðhaldsleysis síðan fyrir hrun en í dag eru bíleigendur rukkaðir um meira í 70 milljarða á ári í allskonar gjöld og skatta af farartækjum sínum sem hefði átt að fara í viðhald og uppbyggingu vegakerfisins en aðeins um 10 til 15% af þeim fjármunum renna þangað í raun og nú vilja sjálfstæðismenn að einkaaðilar fari að byggja upp vegi og rukka bíleigendur aukalega fyrir.
Það væri svo sem í lagi ef ríkið kæmi til móts við bíleigendur og lækkaði bensín og díselgjaldið um helming og bifreiðagjöldin um annað eins líka.
Annað er bara ósanngjarnt.
Það væri lengi hægt að telja upp sóðaskapinn og spillinguna í kringum þennan óþvera sem sjallamafían er og kjósendur þurfa að gefa þessum glæpaflokki frí í það minnsta næstu 12 árin til að byrja með eða þangað til flokkurinn nær þeim siðferðilega áfanga, (sem sennilega verður aldrei) að verða stjórntækur.
120 ár væri nærri lagi sem hann mætti vera í fríi.