Segir Heiða B. Heiðars í færslu á Facebook og beinir þessum ummælum til allra landsmanna.
Ég tek hels hugar undir með henni og hér er það sem hún sagði:
Mér er skítsama hvort þið segist hafa áhuga á pólitík eða ekki… ef ekki, þá eruð þið örugglega hundleið á allskonar þannig
póstum frá mér
EN…
Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks var að enda við að hækka á YKKUR skatt. Matarverð mun hækka, bækur, tónlist – en til að vera sanngjörn, þá tek ég fram að klósett og flatskjáir lækka í verði. Sem er örugglega búbót fyrir þá sem eru alltaf að endurnýja klósettið hjá sérRíkisstjórninni fannst hún ekki vera að taka ykkur aaaaalveg nógu hressilega niður fyrir lífsmark með þessu. Þannig að þau ákváðu líka að ná í skottið á ykkur ef þið skylduð vera svo „heppin“ að verða veik og þurfa spítalainnlögn. Það gengur náttúrulega ekki að þið fáið „frítt“ að éta, þannig að það er komið nýtt gjald þar…. AUK ÞESS sem þið þurfið að vera nýtanlegri þegnar ef þið fáið krabbamein eða aðra lífshættulega sjúkdóma sem krefjast þess að þið þurfið að taka lyf sem flokkast sem S-lyf. Þau verða dýrari.
En það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessu. Það verða engir andskotans læknar eftir hérna á þessu guðsvolaða skeri. Þeir eru nefnilega svo frekir. Þeir vilja meira kaup!
Ykkur kemur þetta við!! Það er ekki í boði að horfa framhjá þessu. Það er ekki heldur í boði að tuða heima hjá sér.
Sem borgari í samfélagi ber þér fokkings skylda til þess að láta í þér heyra og láta vita í hvernig samfélagi þú vilt búa
Takið þetta til ykkar íslendingar.