Kostulegt að lesa skrif forsvarsmanna hjá Samtökum Atvinnulífsins um að laun megi ekki hækka svo neinu nemi. Það setji stöðugleikann í hættu, valdi launaskriði, verðbólga ríkur af stað og vextir hækki upp úr öllu valdi.
þetta er sami söngurinn og þeir hafa sungið, rammfalskir og hásir undanfarna áratugi og heimta „þjóðarsátt“ við launafólk.
Sú „þjóðarsátt“ gengur reyndar út á að launafólkið haldi kjafti og þyggi þá mygluðu brauðmola sem milljónamæringunum þóknast að sópa af gnægtarborði sínu niður á gólf til launfafólksins. Þetta er svo mikil ósvífni hjá þessu fólki sem hefur margföld laun verkafólks á mánuði að þetta er ekkert annað en ákall á verkföll og vinnustöðvanir enda hækkaði þetta fólk launin hjá sér fljótlega eftir síðustu kjarasamninga um allt að 600 þúsusund krónur á mánuði eða nærri þreföld mánaðarlaun verkafólks.
Áróðursauglýsngar þessa félgasskapar er í besta falli hægt að kalla lygar en í versta falli fölsun á raunveruleikanum.
Sannleiksást er eitthvað sem ekkert af þessu fólki hefur til að bera en lýgur í hverri setningu sem það lætur út úr sér.
Skoðum aðeins fólkið í stjórn SA og hvað það hefur í mánaðarlaun.
Björgólfur Jóhannsson: 3,5 milljónir á mánuði (42 milljónir á ári).
Adolf Guðmundsson: 1,8 milljónir á mánuði (21,6 milljónir á ári).
Arnar Sigurmundsson: 800 þúsund á mánuði (9,6 milljónir á ári).
Árni Gunnarsson: 1,9 milljónir á mánuði (22,8 milljónir á ári).
Birna Einarsdóttir: 2,8 milljónir á mánuði (33,6 milljónir á ári).
Finnur Árnason: 8,3 milljónir á mánuði (99,6 milljónir á ári).
Hjörleifur Pálsson: 5,1 milljón á mánuði (61,2 milljónir á ári).
Margrét Kristmannsdóttir: 900 þúsund á mánuði (10,8 milljónir á ári).
Ólafur Marteinsson: 1,7 milljónir á mánuði (20,4 milljónir á ári).
Rannveig Rist: 5,8 milljónir á mánuði (69,6 milljónir á ári).
Sigríður Margrét Oddsdóttir: 1,6 milljónir á mánuði (19.2 milljónir á ári).
Sigsteinn P. Grétarsson: 9,3 milljónir á mánuði (111,6 milljónir á ári).
Sigurður Viðarsson: 2,8 milljónir á mánuði (33,6 milljónir á ári).
Svana Helen Björnsdóttir: 1,3 milljónir á mánuði (15,6).
Tryggvi Þór Haraldsson: 1,1 milljón á mánuði (13,2 milljónir á ári).
Þorsteinn Már Baldvinsson: 2,5 milljónir á mánuði (30 milljónir á ári).
Þetta er fólkið sem heimtar að launafólkið sem starfar hjá því og skapar fyrirtækjum þeirra auðinn, séu á sultarlaunum og nái ekki einu sinni endum saman yfir mánuðinn. Sumir úr þessum hópi eru ekki bara tekjuháir, heldur líka stóreignafólk, milljarðamæringar sem eru með umsvif víða í íslensku atvinnulífi.
Þetta sýnir og sannar hversu siðlausar og óheiðarlegar skepnur þetta fólk er þegar það getur ekki einu sinni borgað sanngjörn laun til þeirra sem vinna alla vinnuna og skapa hagnað fyrirtækja þeirra. Eftir hegðun þeirra, orðum og gerðum vlja þeir ekki starfsfólk heldur þræla.
Siðferði þeirra er gjörsamlega í ræsinu og úldnar þar í takt við rotið hugarfar þeirra eins og sjá má í þessari grein.
Það er hin raunverulega stefna Samtaka Atvinnulífsins og hún er studd af Ríkisstjórnarflokkunum af heilum hug sem viðheldur fátæktinni og gerir ekkert til að laga það.
Siðlausar skepnur sem þarf að fara að taka all rækilega í gegn með góðu eða illu og allur almenningur verður að taka þátt í því.
Skoðaðu alla tenglana, deildu, lækaðu og tjáðu þig.