Samtök Atvinnulífsins eru eldsnögg til þegar þarf að telja launþegum trú um að þeir séu heimskingjar.
Nýjasta dæmið sannar það ágætlega en nú hafa þeir hjá SA látið Capacent gera fyrir sig könnun til að færa sönnur á að yfirgnæfandi meirihluti sé meðal þjóðarinar við efnahagslegan stöðuleika þó svo launþegar þurfi að svelta lungan úr mánuðinum.
Það er alltaf jafn sorglega fyndið að sjá eiginhagsmunasamtök milljóna og milljarðamæringa reyna að halda því fram að sanngjörn laun til almennings muni ógna stöðugleikanum og setja verðbólguna á fullan skrið þegar þeir sjálfir hafa hvað eftir annað orðið uppvísir að því að hækka sín eigin mánaðarlaun um margföld laun „þrælana“ sinna hvað eftir annað, ár eftir ár með dyggri aðstoð stjórnvalda.
Í hvert sinn sem dregur að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði byrjar gengdarlaus lygaáróður frá milljarðaklúbbnum SA gegn launahækkunum. Er þá ræstur út yfirvarðhundur Atvinnurekenda, Gylfi nokkur Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem hefur sýnt sig í síðustu tveim kjarasamningum ganga fullra erinda atvinnurekenda og mun hann gera það einnig núna þrátt fyrir yfirlýsingar um annað.
Meinhornið ætlar ekki að leggja dóm á hræsnina, lygarnar og þann gengdarlausa áróður sem SA stundar til að koma í veg fyrir launahækkannir, það verður hinn almenni launþegi að gera sjálfur og eiga það við sína samvisku hvort hann vill að hans fjölskylda og börn sem og félaga hans, vina og annara sem eru á lægstu launum, þurfi að svelta lungann úr mánuðinum vegna láglaunastefnu siðblindra og óheiðarlegra vinnuveitenda.
Meinhornið þakkar þér lesturinn.