Eitthvað það versta sem almenningur getur hugsað sér er þegar valdhafarnir misbeita valdi því sem þeim er treyst fyrir til að hefna sín á þeim sem þeim er illa við. Hvort sem það eru einstaklingar, fjölmiðlar eða fyrirtæki. Við erum núna að horfa upp á það að þingmaður með gífurlega mikil völd er að taka út gremju sína á fjölda almennra borgara í landinu vegna þess að þessum þingmanni finnst að sér vegið.
En hver er þessi þingmaður sem um ræðir og hvers vegna slæ ég þessu fram hér í Meinhorninu?
Jú. Það skal ég svo sannarlega útskýra og færa rök fyrir máli mínu svo ekki leiki nokkur minnsti efi á því sem ég held hérna fram sé órökstudd árás á viðkomandi þingmann. Staðreyndirnar tala sínu máli þegar allt er tekið saman og skoðað í samhengi.
Þingmaðurinn sem um ræðir heitir Vigdís Hauksdóttir og er formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Þess ber að geta í framhaldi af þessu að þetta byrjaði allt saman strax eftir kosningarnar vorið 2013 um leið og hún var kjörin formaður fjárlaganefndar því hún hafði uppi stór orð um hvar hún ætlaði að skera niður í þjóðfélaginu og maður var fljótur að sjá að allir sem höfðu gagnrýnt hana eða gert grín að öllum þeim fjölda af ambögum og heimskulegum athugasemdum sem hún hafði aftur og aftur látið út sér auk umsnúnum málsháttum sem vöktu ekki síður kátínu andstæðinga hennar, (og margra samherja reyndar líka), voru augljóslega helsta skotmark hennar þegar hún kæmi klóm sínum í þau völd sem formaður fjárlaganefndar hefur.
Þessi aumingjans kona er kanski mörgum ágætum kostum búin en hún er vondur þingmaður og kann hreinlega ekki að koma fyrir sig orði öðruvísi en að það hljómi eins og barn sem er að reyna hvað það getur að virðast gáfað með því að vitna í málshætti, spakmæli og lífsspeki. Hjá barninu verður þetta oftar en ekki bráðfyndin hrærigrautur af ambögum sem fullorðnir hlæja að og leiðrétta barnið og kenna því rétta meðferð á tækninni. Það tekur tíma en barnið lærir þetta þó.
Annað er með Vigdísi, hún böðlast áfram með sínar ambögur og er stolt af bullinu sem rennur upp úr henni og heldur sig mikin speking þegar staðreyndin er sú, að fólk sem neyðist til að hlusa á hana hryllir sig og kjánhrollurinn hríslast niður hrygglengjuna á fólki. Gleiðbrosandi stendur hún samt og gólar sínar ambögur af öllu afli og kann ekki að skammast sín.
En aftur að völdum og hefnd.
Fyrsta verk Vigdísar var niðurskurður á Rúv.
Rúv hafði ekkert farið neitt sérstaklega mildum höndum um hana, hvorki sem þingmann stjórnarandstöðunar né í kosningabaráttunni og fyrst eftir kosningar.
Vigdís sá ekkert annað í stöðunni en hefna sín á fréttastofu Rúv og skera niður eins og hún komst upp með. Sagði meira að segja berum orðum að hún væri nú formaður nefndarinar sem ákvæði hvað mikið fjármagn Rúv fengi á fjárlögum.
Þetta heitir valdníðsla og er viðkomandi þingmanni og formanni fjárlaganefndar til háborinar skammast enda er hægt að rekja niðurskurðinn beint til hefndaraðgerða hennar og þarf ekki einu sinni að rökstyðja það nánar.
Fleiri ofbeldisverk hefur hún gerst sek um og má þar nefna niðurskurð til heilsugæslu, löggæslu og fleira sem ekki tekur að telja hér upp enda á eftir að telja upp mestu og verstu valdníðslu og hefndaraðgerð sem hún hefur orðið uppvís að í stjórnartíð sinni en það er árásin á þá sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Fólkið sem á í raun engin réttindi, getur ekki farið í verkfall eða yfir höfuð ekki gert neitt til að þrýsta á um að kjör þeirra séu bætt.
Það eru örorku og ellilífeyrisþegar á Íslandi.
Sú staðreynd að Vigdís notar stöðu sína sem formaður fjárlaganefndar til að skera niður lögbundna hækkun á bótum almannatrygginga ber þess ótvíræðan vott að konan er illgjörn og hefndarþyrst. Hefndarþyrst út í Öryrkjabandalag Íslands fyrir að hafa deilt myndbandi af Vidísi þar sem hún segir að það sé ekki þjóðhagslega hagkvæmt að skera niður lífskjör og ráðstöfunartekjur öryrkja, en undir hljómar svo laglína úr lagi Bubba Morteins, þingmannagælur þar sem segir, „Mig langar að trúa þér. Trúa, trúa, trúa“. Samt þrætir hún fyrir að verið sé að skera niður bætur. Það er því hverjum manni ljóst sem er með greind yfir stofuhita, að þessi niðurskurður er hrein og klár hefnd hjá Vigdísi. Hefnd sem bitnar hvað verst á börnum þeirra sem verst eru settir.
Hrokinn og yfirlætið sem birtist í málflutningi hennar varðandi skerðingu á lögbundinni hækkunn á bótunum er henni til svo mikillar smánar og sýnir mynd af einstaklingi sem hefur hvorki skilning né nokkur merki þess að hún geti sett sig í spor fólks sem hefur misst heilsuna, hvað þá heldur að hún hafi nokkurn einasta snefil af samkennd eða samúð með fólki sem árum saman hefur hangið á horriminni og ekki náð endum saman í útgjöldum heimilisins.
Vigdís Hauksdóttir er í hugum margra tilfiningasnauður hræsnari, illgjörn tæfa sem notfærir sér embætti sitt til að hefna sín á þeim sem henni líkar ekki við, jafnvel þó svo hún þurfi að brjóta til þess lög og stjórnarskrá lýðveldisins. Slíkur þingmaður er einfaldlega person non grada og í lýðræðisríki á að leggja fram vantrauststillögu á slíkt fólk um leið og það sýnir af sér slíka valdníðslu sem Vigdís Hauks hefur ítrekað gert þegar hún misnotar embætti sitt til að hefna sín á þeim sem henni er í nöp við.
Meinhornið þakkar þér lesturinn og hvetur þig til að deila og ræða.