Björn Þorláksson, ritstjóri hjá Akureyri Vikublað, sendir ríkisstjórninni kaldar kveðjur á fésbókarsíðu sinni þar sem hann segir að fjárlagafrumvarp Sjálfstæðismanna, ógeð. Telur hann síðan upp allt það sem honum finnst að þessu frumvarpi og er undirritaður honum alveg sammála í því sem hann nefnir.
Ef ske kynni að sjallar og framarar séu að hlusta vil ég segja við ykkur að mér finnst fjárlagafrumvarpið ykkar ógeð. Mér finnst óverjandi að þið breytið stefnu t.d. í menntamálum án þess að umræða fari fram. Það kostar litlar 500 millur að skapa öllum framhaldsskólanemum, óháð aldri, tækifæri til náms en þið viljið svipta fólk þeim tækifærum. Allir og líka þið vitið að hækkun matarskatts mun leggjast þungt á þá sem minnst hafa milli handanna. Bókaskattur er aðför að jafnrétti, menningu okkar og þjóðtungu. Hvar er nú þjóðmenningin, Sigmundur Davíð? Svo margt fleira gæti ég sagt eftir að hafa lesið frumvarpið og fylgst með umræðum en óneitanlega truflar það lesturinn að á sama tíma og barnafólk mun missa eða verða fyrir skerðingu barnabóta, á sama tíma og þið rekið ræstingarkonur, á sama tíma og þið hjólið í Rúv og viljið leggja niður sameiningarlegt menningartákn okkar, hreyfist helst blóðið í æðum ykkar þegar til stendur að kaupa tugmilljóna ráðherrabíla fyrir rassinn á ykkur. Fjárlagafrumvarpið er skref í þá átt að auka stéttaskiptingu. Áherslur ykkar í heilbrigðismálum munu einnig leiða til þess. Þið eruð vísir til að rífa hjörtu náttúru Íslands næst á hol í von um skjótfenginn virkjanagróða vegna sérhagsmuna ykkar, skammsýni, gamaldags sýnar og klíkubanda. Enn hef ég ekki rætt veiðigjöldin og sægfreifadekrið. Mér þætti afskaplega gott ef þið reynduð að átta ykkur á að ég tala fyrir hönd margra – það er vonlaust fyrir ykkur að afgreiða öll mál sem pólitískar skítabombur. Það er vegið að menntun og upplýsingu. Þið bregðist afar illa við allri gagnrýni og það tók heilt ár að ná fram réttlæti í lekamálinu. Eruði ekki í almannaþjónustu? Enn er tími að bregðast við. Ég vænti breytinga á fjárlagafrumvarpinu fyrir lokasamþykkt þess. Kær kveðja, borgarinn -BÞ
Það var komin tími til að einhver fjölmiðlamaðurinn, (þó hann titli sig sem almennan borgara í þessari færslu) tjáði sig hreint út með þessum hætti.
Mættu fleiri taka Björn sér til fyrirmyndar.