Á íslandi er spilling landlæg plága sem vonlaust virðist að uppræta. Eftir bankahrunið 2008 voru ákveðnir hópar sem höfðu hægt um sig um tíma en eru núna, sex árum síðar að skríða undan þeim slímugu steinum sem þeir hafa falið sig undir og koma fram í dagsljósið með sama yfirganginn, frekjuna og hrokann sem einkennid þá á árunum fyrir hrun. Laun þessara einstaklinga og hroki þeirra gagnvart almenningi er það sem lýsir veginn í skjóli glæpahyskis sem náð hefur að sölsa undir sig stjórn landsins. Glæpahyskis sem ber enga virðingu fyrir almenningi í landinu og þörfum hans en hugsar eingöngu um að skara eld að eigin köku og hygla glæpavinum sínum. Það er ísland í dag og siðferðisvitund þeirra ráðherra sem nú sitja við völdin er nákvæmlega ekki nein. Það kerfi sem notað er hér á landi og hefur verið notað er gjörsamlega handónýtt enda þarf enginn ráðherra að bera ábyrgð á gerðum sínum eða segja af sér þrátt fyrir brot í starfi. Flokkarnir passa svo sannarlega upp á það.
Þegar Færeyingar lentu í sinni kreppu 1992 þar sem þjóðin var nánast skilin eftir gjaldþrota af örfáum siðblindum þjófum, svipað og gerðist hér 2008, þá breyttu þeir stjórnkerfinu hjá sér.
Meðal þess sem gert var eftir kreppuna í Færeyjum, til að koma í veg fyrir að hún gæti endurtekið sig, var að styrkja eftirlit með framkvæmdarvaldinu. Ráðherrum var meinað að sitja á þingi og settar voru reglur um ráðherraábyrgð, en áður var ríkisstjórnin samábyrg gagnvart ákvörðunum ráðherra.Kaj Leo Johannesen lögmaður segir að þetta sé það besta sem komið hafi út úr kreppunni. „Við styrktum stjórnsýsluna. Hver ráðherra var látinn bera ábyrgð á sínum gjörðum. Áður var ábyrgðinni dreift á ríkisstjórnina í heild. Síðan 1995 hafa 20 til 25 ráðherrar þurft að segja af sér vegna þessa. Þetta er mjög mikilvægt því þetta er lítið land. Hér eru allir svo nánir. Svona tengsl urðu einnig til vandræða í Danmörku nýlega og þeir eru margar milljónir!“
Lögmaðurinn segir að þegar mál komi upp, sem varða embættisfærslur ráðherra, séu þau rædd í ríkisstjórn. „Þá tölum við um það, hvort það færi okkur frá markmiðum kjörtímabilsins. Það er ekki bara jákvætt að reka ráðherra, það má misnota í pólitískum tilgangi. Við erum með umboðsmann Lögþingsins, því við þurfum að hafa algjörlega hlutlaust embætti til að fara með þessi mál. Allir flokkar þurfa að samþykkja hann.“
Einnig er til staðar landsstjórnarmálanefnd þriggja þingmanna sem fylgist með ráðherrunum. Hana má biðja um að taka mál upp og athuga hvort ráðherrar hafi gert eitthvað af sér. Kaj Leo Johannesen lögmaður segir að þetta sé það besta sem komið hafi út úr kreppunni.
Þetta er eitthvað sem hefði átt að ger hér á landi strax eftir hrunið en ekki bíða með það þangað til það er orðið of seint.
Nú sitja við stjórnvölin sömu glæpamennirnir og settu þjóðina á hausinn með ólögum sínum, óráðsíu og heimskulegum ákvörðunum frá því þeir komust til valda 1996 og mesta ógæfa okkar var að sjá þá taka aftur við stjórnartaumunum á síðasta ári en ástæðan fyrir því var sú að heimskingjar trúðu öllum lygunum eins og nýju neti þrátt fyrir aðvaranrir þeirra sem framsýnari voru og kusu glæpaflokkana yfir þjóðina á ný.
Fari fram sem horfir og núverandi stjórn hagi sér með sama hætti og hún hefur gert það sem af er þessu kjörtímabili megum við eiga von á því að annað efnahagshrun dynji á þjóðinni innan tveggja ára.
Það hefur aldrei kunnað góðri lukku að stýra að setja bankaræningja í stól bankastjóra en það gerði þjóðin þegar hún kaus hrunflokkana yfir sig.
Mæi með því að fólk lesi þessa grein um það hvernig Færeyingar björguðu sínu stjórnkerfi.