Eins og fram kom í síðasta pistili hjá mér, þá sagði Bjarni Ben á Alþingi í síðustu viku, að heildarlaun lækna væru á bilinu 1,1 til 1,3 milljónir á mánuði og spurði svo hvað 50% hækkunn á þau laun mundu þýða í útgjöld fyrir ríkissjóð.
Svona bull eins og Bjarni fer með er ekki einu sinni svaraverð enda vita allir sem á annað borð nenna að nota þetta gráa á milli eyrnana á sér, að heildarlaun og grunnlaun eru tveir gjörólíkir hlutir og alls ekki samanburðarhæfir. Það er eins og bera saman epli og banana.
Nokkrir læknar hafa tjáð sína skoðun á málinu og þeir furða sig á málflutningi Bjarna því enginn þeirra sem komið hefur fram og tjáð sig varðandi þessi ummæli Bjarna hefur komist í eða yfir eina milljón á mánuði þrátt fyrir að hafa unnið yfir 300 tíma á mánuði á vöktum á sjúkrahúsum. Aðeins þeir sem hafa verið að vinna tímabundið úti á landi í afleysingum svo og þeir sem hafa verið að starfa erlendis hafa sagt frá því að þeir hafi komist eitthvað nálægt þeim tölum sem Bjarni nefnir.
Það er nóg að fara á Google og leita að greinum og fréttum um lækna þar sem þeir segja frá því hvernig vinnuaðstæður þeirra eru sem og hvernig laun og kjör þeirra eru hér á landi.
GRUNNLAUN lækna á íslandi eru nefnilega ekki há. Þau eru nefnilega ekki nema 340 þúsund á mánuði.
Takið eftir því. GRUNNLAUN.
Ef 340 þúsund verða hækkuð um 50%, hvað þá?
Jú, þau fara í heilar 510 þúsund.
FIMMHUNDRUÐOGTÍUÞÚSUND!
Sérfræðilæknar sem eru flestir hverjir með 600 þús í byrjunarlaun færu þá í 900 þúsund.
Þetta eru tölur fyrir skatta og er þetta eitthvað svo hræðilegt?
Það þýðir ekkert horfa bara prósentutölurnar, enda eru þær notaðar til að villa um fyrir fólki og ég hef margoft bent á þá staðreynd að svoleiðis blekkingaleikur er stjórnvöldum til vansa í þessu máli öllu eins og svo mörgum fleiri þar sem prósenturnar eru notaðar til að blekkja fólk.
En það er kanski bara að verða ekkert við þessum kröfum og láta heilbrigðiskerfið rúlla yfir því þá er hægt að einkavæða það og koma á fót eins kerfi og í Bandaríkjunum.
Er það þannig sem við viljum sjá heilbrigðiskerfið á íslandi í framtíðinni?