Þegar fjölmiðlum tókst að grafa upp og setja í það samhengi, að Þóra Elísabet Kristjánsdóttir, námslæknir hefði verið að ljúga til um heildarlaun sín og með því espa fólk upp á móti kjarabaráttu lækna fer maður að efast um heilindi og trúverðugleika þerra fjölmiðla.
Það tókst svona líka vel hjá þeim og nú velta nettröllin og heimskingjarnir sér upp úr meintum óheiðarleika unglæknis í námi og meintum lygum hennar.
Fyrirsögnin á Pressunni er lýsandi dæmi um hvernig reynt er að blekkja lesendur.
Þóra Elísabet upplýsti ekki um heildarlaun sín: Með 1,5 milljón aukalega í laun fyrir austan
Morgunblaðið er með svipaða fyrirsögn en í sama gírnum og Pressan.
Upplýsir ekki um heildarlaun
DV er öllu heiðarlegra og birtir að auki klausu sem ekki kemur fram á öðrum vefmiðlum.
Það skiptir engu máli hvort ég er á sólarhringsvöktum úti á landi, daginn út og daginn inn
Blaðamaðurinn Agnes Bragadóttir segir hins vegar Morgunblaðið hafa heimildir fyrir því að Þóra hafi á sama tíma fengið um eina og hálfa milljónir króna fyrir störf sín hjá Heilsugæslunni á Egilsstöðum.
Hvernig í ósköpunum komst Agnes yfir þá launaseðla eða þær heimildir sem hún vísar í? Eftir því sem ég best veit þá eru laun lækna trúnaðarmál milli þeirra og vinnuveitenda þeirra og hafi hún ekki fengið upplýsingarnar frá Þóru, þá er spurning hvort hún hafi fenigð þessar upplýsingar með heiðarlegum hætti.
Vísir.is rekur svo lestina í þessari upptalningu með eftirfarandi fyrirsögn:
Aldrei haldið því fram að þetta væru heildarlaunin
Það er alveg rétt hjá henni enda var það aldrei málið heldur hver hennar dagvinnulaun fyrir 100% starf væru í raun og veru.
Viðbrögðin létu heldur ekki á sér standa í kjölfarið og maður er hreinlega gapandi yfir því hvað fólk getur opinberað heimsku sína og fáfræði opinberlega og komið með svo heimskulegar röksemdafærslur máli sínu til stuðnings að maður svona veltir fyrir sér hvernig þetta aumingjans fólk fer að því að ganga og anda samtímis.
Það er hreint ótrúlegt þegar fólk stígur fram í kommentakerfum vefmiðlana, sem setja fréttirnar upp með þessum hætti, og hraunar yfir fólk sem er í kjarabaráttu sem gæti orðið fordæmisgefandi fyrir aðra launþega í landinu, og sakar það um að ljúga til um launin sín.
Þetta fólk sem hagar sér svona er ekkert að spá í því hvaða dilk þetta kann að draga á eftir sér í þeirra eigin kjarabaráttu né heldur setur það hlutina í samhengi.
Þegar Þóra Elísabet Kristjánsdóttir, námslæknir, birti á dögunum launaseðil sinn og sýndi með því hvað hún fengi í 100% starfi sem læknir á Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu fóru umræðurnar á flug og margir stóðu með henni. Hins vegar heyrðust efasemdaraddir um að þetta gæti staðist og vildu margir meina að ekki væri öllu sagan sögð.
Hvað með aukavinnuna?
Og uppgröfturinn hófst „med det samme“ og það kom í ljós að eins og allir aðrir sem eru að reyna að bjarga sér, þá hafði hún tekið aukavinnu.
hugsið ykkur bara. AUKAVINNU! Og fékk meira að segja borgað fyrir hana.
Hræðilegt alveg og yfir því sjá náttúrulega ntetröllin og heimskingjarnir ofsjónum og keppast nú hver sem betur getur að ásaka Þóru fyrir að hafa logið til um launin sín.
En heimskingjarnir eru sjálfum sér verstir þegar upp er staðið því með hegðun sinni tekst þessu ákaflega illa gefna fólki að skjóta undan sér báðar lappirnar þegar þeirra eigin kjarabarátta byrjar, takist þeim að koma í veg fyrir verulega hækkunn launa innan læknastéttarinar.
Skoðum staðreyndir í þessu máli:
Á launaseðlinum kom fram að heildarlaun hennar fyrir hundrað prósent vinnu voru tæpar 437 þúsund krónur, eða um 277 þúsund krónur eftir skatt. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að hún hafi á sama tíma fengið um 1,5 milljónir króna fyrir störf sín hjá Heilsugæslunni á Egilsstöðum.
Takið eftur þessu feitletraða og undirstrikaða.
Það er þetta sem Þóra og fólkið í hennar stétt er að berjast fyrir að fá hækkun á.
Þó svo hún taki að sér aukavinnu í sínum frítíma sem læknir hinu megin á landinu kemur bara málinu ekki nokkurn hlut við. Ætli nettröllinn og heimskingjarnir í kommentakerfunum hafi aldrei unnið aukalega þegar þeir eru í fríi frá aðalstarfinu sínu?
Aðspurð hvort hún teldi slíka kjarabaráttu heiðarlega, að upplýsa aðeins um lítinn hluta launaseðla sinna sagði hún það engu máli skipta hvort hún sé á sólarhringsvöktum úti á landi daginn út og daginn inn, baráttan standi um að bæta dagvinnulaunin. Það væri ekkert launungarmál að hún starfi stundum úti á landi og í Noregi og hafi mun meira upp úr því en fyrir störf sín í Reykjavík. Það sé þó ekki hennar vilji – hún vilji ná endum saman á dagvinnulaunum í Reykjavík.
Þetta væri svipað og ef strætóbílstjórar væru í kjarabaráttu og það kæmist upp að sumir þeirri keyri í afleysingum hjá rútufyrirtækjum í sínum frítíma, þá væru þeir að ljúga til um heildarlaunin sín í kjarabaráttu sinni við Strætó.
Er engin takmörk á því hvað fólk getur verið heimskt?
Ég held að fólk þurfi aðeins að stoppa við og skoða hvað það er að bulla í þessu sambandi og hvernig það í heimsku sinni er að eyðileggja sína eigin komandi kjarabaráttu með því að skrifa jafn heimskulega og það gerir í þessu sambandi því stundum er betra að láta það vera að tjá sig heldur en upplýsa alþjóð um heimsku sína.
Hér að neðan eru nokkur komment sem hafa verið skrifuð í gegnum facebook á fréttirnar.
Tekið skal fram að þetta er héðan og þaðan og ekkert í neinni sérstakri röð, bara pikkað út tilviljunarkennt til að sýna fram á heimskuna í fólki.
Axel Pétur Axelsson · Virkur í athugasemdum · Uddeholm
læknar lifa í lyginni . . .
Skammarlegt þetta eiginhagsmunastríð lækna á kostnað almennings.
bíddu í hvaða nintendo veröld lifir þessi gella ? fékk hún ský yfir öll borðin eða ?
Áts!!! þetta hlýtur að svíða.
Pabbi sagði við okkur, að til að segja ósatt, þyrftu menn að hafa afburða minni. Þarna brást henni minni um lítlar 1,5 millur.
Iss það er bara norrkum sinnum grunnlaun brauðstritara í ASÍ.
Mig langar að vita hversu margar klst voru á þessum launaseðli sem hún gaf út, hvað eru margar klst í 100% vinnu hjá læknum?
1,5 milljón út á mánuði!!! Heildar“laun“ mín sem öryrki ná rétt yfir 2 milljónir á ÁRI!!! Og það eru heildarlaun!!!
Endalaust kvart og kvein á þeim sem hafa það mest og best!!!
Hvernig getur nokkur mannesja unnið 100% vinnu eins og hún segist gera en fengið samt 1,5 milljónir fyrir aukavinnu ?
Aldrei ad trúa launasedlum thar sem frankoma bara grunnlaun.
Almenningur = 0