Allt útlit er fyrir að íslendingar fái talíbanastjórn eftir næstu kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur samþykkt á landsfundi sínum að allar lagasetningar sem settar verða fram á vegum flokksins skuli ávallt taka mið af kristnum gildum og hefðum þegar það á við.
Ef miða á við hvernig stjórnarfarið og hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins hefur verið frá stofnun hans, þá er þessi hugmyndafræði algerlega á skjön við það sem hefur verið hingað til þar sem dansinn í kringum gullkálfinn hefur verið þeirra aðalsmerki.
Segir í tillögunni að Sjálfstæðisflokkurinn telji að kristin gildi séu þjóðinni til góðs „nú sem aldrei fyrr“ og að hlúa beri að kirkju og trúarlífi.
Ef við skoðum hvernig stjórnarfarið er í þeim löndum þar sem trúarleiðtogar stjórna heilu ríkjunm er þetta verulegt áhyggjuefni því það hefur aldrei komið vel út á nokkurn hátt þegar stjórnmálum og trúarbrögðum hefur verið blandað saman og það þekkjum við úr sögu kristninnar að aldrei hafa verið framin meiri og verri ofbeldisverk á almenningi en þegar kirkjunnar menn ná tökum á þeim sem löndum stýra. Skírasta dæmið um það var þegar Spænski rannsóknarrétturinn herjaði á Evrópu í umboði Spánarkonungs og Tomas De Tougemada, Dóminkanska munkinum og yfirdómara þess óhugnalega réttar sem pyntaði fólk og myrti fyrir minnstu yfirsjónir.
Það er óhugnaleg þróun sem er að eiga sér stað í okkar litla landi og komist sjálfstæðismenn til valda á það eftir að valda landi og þjóð enn meiri skaða heldur varð hér árið 2008. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei viðurkennt að þeir eigi neinn þátt í hruninu og að það hafi ekki verið af völdum þeirra hugmynda sem allt fór hér til fjandanns.
Flokkur sem ekki getur gert upp fortíðina og viðurkennt að þar hafi verið gerð mistök, breytt um stefnu í sínum málum og beðist afsökunnar á ekki að komast að stjórnvelinum í landinu. Allir þeir sem hafa aðhyllst stefnu þessa flokks hafa jarmað í sama kórnum um að það sé kommúnískur áróður að halda því fram að sjallar hafi átt einhvern minnsta þátt í hruninu. Allt slíkt sé lygi, flokkurinn sé saklaus af því sem hvítvoðungur rétt kominn úr móðurkviði. Meira að segja kveður svo grimmt að, að sá maður sem mesta sökina á, á hruninu, situr nú sem ritstjóri á stæðsta fjölmiðli landsins sem rekinn er af útgerðarfélagi í Vestmanneyjum og skáldar þar söguna út frá sínum sjónarhóli. Sjónarhóli manns sem er svo gjörsamlega siðblindur að þar finnst ekki snefill af heiðarleika, siðferðisvitund eða raunsæi. Geðsjúklingur væri í raun réttnefni á þann mann og flokkurinn jarmar undir til halda blekkingunum á lofti og slá ryki í augu almennings.
Það verður því að segjast eins og er að framtíð íslands og almennings í landinu er ekki björt þegar horft er á þá einföldu staðreynd, að hátt í 30% almennings eru fylgjandi stjórnmálaflokki sem hefur ekkert siðferði og ætlar að koma íslandi aftur til fimmtándud aldar með því að gera kristinn gildi að æðsta takmarki sínu í öllum lagasetningum.
Fólk þarf að fara að hugsa sjálft en ekki láta aðra gera það fyrir sig eins og því miður virðist algilt meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins því með því dæmir fólk sig úr leik sem hugsandi einstaklingar.