Græðgisvæðing og misskipting tekna á íslandi hefur aldrei verið meiri en í dag og laun þingmanna hafa hækkað frá árinu 2013 um nærri 75% meðan kjör aldraðra og öyrkjar halda áfram að standa nánast í stað þrátt fyrir loforð ríkisstjórnarflokkana um lagfæringar fyrir síðustu kosningar og þá sérstaklega orð Katrínar Jakobsdóttur þess efnis að tekjulægsta fólkið í landinu gæti ekki beðið eftir lagfæringum á kjörum sínum fram á næsta ár, (það er að segja, það ár sem nú eru liðnir rúmir 3 mánuðir af).
Ekki var hún fyrr komin í eina sæng með Bjarna Ben og Sigurði Inga en hún í ræðustól í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra sagði blákalt framan í þjóðina og þá sem höfðu kosið hana vegna loforða hennar, að aldraðir og öryrkjar yrðu bara að bíta í það súra epli að þeir þyrftu að bíða í að minnsta að kosti hálft ár eftir lagfæringum.
Ekkert bólar enn á þeim lagfæringum og enn eru aldraðir og öryrkjar skertir um krónu á móti krónu fái þeir einhverjar krónur vegna vinnu eða annara tekna sem þeir fá.
Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi á Akranesi er ekkert að skafa utan af sannleikanum þegar hann talar um þá fordæmalausu græðgisvæðingu sem hefur átt sér stað á síðasta ári og því sem nýlega er byrjað.
Já í greinargerð fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar kemur fram að ríkisstjórnin leggi áherslu á að gott samstarf takist milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins til að varðveita efnahagslegan stöðugleika og efla velferð.
Þar segir einnig orðrétt:
„Þannig megi stuðla að farsælli niðurstöðu í kjarasamningum sem varðveiti óvenju mikla kaupmáttaraukningu síðustu ára með hóflegum launahækkunum og skili heimilunum áfram auknum kaupmætti“
Enn og aftur á að reyna að níðast á íslensku lágtekjufólki og það eitt á að bera ábyrgð á ímynduðum stöðugleika. Hvernig á að verja efnahagslegan stöðuleika verkafólks sem tekur laun efir lágmarkstöxtum verkafólks? Lágmarkslaunum og -töxtum sem eru langt undir öllum framfærsluviðmiðum sem hið opinbera hefur gefið út.
Á sama tíma og stjórnvöld kalla eftir að almennt launafólk eitt og sér haldi að sér höndum þegar kemur að því að lagfæra ráðstöfunartekjur sínar þá skammta forstjórar og auðmannselítan sér gríðarlegar launahækkanir, kaupauka og bónusa eins og enginn sé morgundagurinn.Bara þannig að það sé á hreinu þá verður þessi misskipting, óréttlæti og ójöfnuður ekki látinn átölulaus í komandi kjarasamningum fái ég einhverju ráðið í þeim efnum.
Hérna er nokkur dæmi um þá græðgivæðingu sem hefur fengið að þrífast hjá auðmannselítunni á liðnum árum. Ég vil enn og aftur minna á að lágmarkstaxtar launafólks hækkuðu um 12 þúsund krónur á mánuði og gott fyrir fólk að hafa það í huga þegar það les þessar hækkanir forstjóranna.
„Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri í Kaupfélagi Skagfirðinga (KS) á Sauðárkróki, greiddi sér út 60 milljóna króna arð úr eignarhaldsfélagi sínu árið 2016. “
„Forstjóri N1 hækkaði í launum um 1 milljón á mánuði– Mánaðarlaun 5 milljónir.“
„Forstjóri Landsvirkjunar hækkaði í launum um 800 þúsund á mánuði!- Mánaðarlaun 2,7 milljónir.“
„Forstjóri Eimskips hækkaði í launum um tæp 700 þúsund á mánuði!- Mánaðarlaun 8,6 milljónir.“
„Forstjóri Símans hækkaði í launum um 433 þúsund á mánuði!- Mánaðarlaun 4 milljónir.“
„Forstjóri Reita hækkaði í launum um 400 þúsund á mánuði!- Mánaðarlaun 3,7 milljónir.“
„Forstjóri HB Granda hækkaði í launum um 330 þúsund á mánuði!- Mánaðarlaun 4,2 milljónir.“
Nokkrir aðilar fengu 90 milljóna bónus vegna uppgjörs til stjórnenda LBI sem heldur utan um eignir gamla Landsbankans.
Kjararáð hefur hækkað laun æðstu stjórnenda og embættismanna ríkisins um 200 til 400 þúsund á mánuði með afturvirkni í allt að tæp 2 ár.
Greinina frá Vilhjálmi má lesa hér í heild sinni til að fólk geti betur áttað sig á því hvernig græðgin hefur heltekið þetta forstjórahyski.
En á sama tíma og þetta er að gerast beint fyrir framan nefið á almenningi í landinu koma fréttir sem því miður fá minni athygli almennings því fólk er jú þannig gert að það vill ekki sjá eða heyra vondar eða leiðinlegar fréttir.
Við erum að tala um fréttir þar sem ríkisstjórnin, alþingi og æðstu ráðamenn þjóðarinar ráðast á veikt og aldrað fólk og stelur af þeim eignum sem þau hafa barist fyrir að eignast allt sitt líf og brjóta þar með stjórnarskrárbundinn rétt þessa fólks með hreinni eignaupptöku sem nær út fyrir gröf og dauða.
Ég get fullyrt það að aldrei hefur verið eins illa komið fram við þá sem verst standa á íslandi í dag eins og af núverandi stjórnvöldum og þá sérstaklega forsætisráðherra og fjármálaráðherra sem virðast ekki hafa til að bera nokkurn snefil af heiðarleika eða sannleiksást og siðferðið er gjörsamlega frosið.
Það lítur allt út fyrir að almenningur í landinu verði að taka sig til og bera þetta rusl út úr alþingi, setja í ruslagám og senda til kína í endurvinnslu en því miður er það borin von því íslendingar eru hollir undir valdið og lygarnar, finnst gott að láta níðast á sér allt til dauða eða örkumlunar því þeir geta aldrei staðið saman að einu eða neinu en þeir sem vitið hafa koma sér úr landi með öllum tiltækum ráðum svo þeir geti átt sér eitthvað meira líf en að borga reikninga og leifa sér aldrei neitt annað en sitja heima hjá sér og hafa áhyggjur af því að eiga fyrir mat eða lyfjum allan mánuðinn.
Það væri óskandi að hægt væri að koma þessari viðbjóðslegu lyga og svikaríkisstjórn frá völdum og helst þannig að æðst menn svikaflokkana ættu aldrei afturkvæmt á þing framar.