Skip to content

Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Menu
  • Forsíða
  • Hlekkjasafn
    • Eldri kannanir
    • Fréttamiðlar
      • Innlendir
      • Erlendir
    • Sölusíður
    • Tæknisíður
    • Blogg
    • Ferðalög
  • Um síðuna
  • Myndir
    • Framkvæmdir í hesthúsi
    • Erlendar kassakvittanir
    • Minning um Svein Inga Hrafnkelsson
  • Hafa samband
  • Hafa samband
  • Fréttaveitan
Menu

Ert þú fáviti?

Posted on 5. nóvember 2018
Skjáskot af skilaboðum á fávitar.

Hvað í veröldinni fær fólk til að halda að það geti komið fram hvert við annað eins og algjöran skít, áreitt það kynferðislega bæði í orðum og gerðum, sent kynfæramyndir óumbeðið bæði til karla og kvenna og ef viðkomandi vita að þetta sé áreiti og dónaskapur þá tryllist sendandinn og byrjar að hóta móttakandanum líkamsmeiðingum og jafnvel nauðgun?

Mikill meirihluti þerra sem senda óumbðenar kynfæramyndir eða eru með kynferðislegt áreiti, dónaskap og hótanir eru karlmenn þó svo einstaka konur hagi sér ekkert betur.
Kynferðisáreiti er aldrei í lagi og ég vona svo innilega að engir af mínum vinum, hvort heldur í raunheimum eða í internetinu séu í þeim hópi sem hafa stundað þetta eða gert eitthvað svipað því ég vil ekki hafa samskipti við slíkt fólk, umgangast það né þekkja.

Ég hef í góðan tíma fylgst með Instagramsíðu sem heitir „Fávitar“ og birtir innsend skjáskot af samskiptum karla og kvenna á hinum ýmsu miðlum eins og Tinder og fleiri stefnumótasíðum, Instagram, Snapchat og Facebook svo eitthvað sé talið upp.

Mig langar að biðja alla karlkyns vini mína að fylgja þessari síðu og deila því hvernig kynbræður þeirra haga sér við konur og fordæma það á samfélagsmiðlum til að reyna að koma vitinu fyrir þessa aumingjans fávita sem greinilega hafa hvorki vit, getu né þroska til að hafa eðlileg samskipti við kvennþjóðina.

Deilið þessum pistli áfram.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Kaffikaupastyrkur

Buy Me a Coffee

Vinsælt síðustu vikuna

  • Vinsælt
  • Nýjast
  • dag Vika Mán. Allt
  • Jetpack plugin with Stats module needs to be enabled.
  • Lokun
  • Líkur á að langt eldsumbrotatímabil sé komið af stað á Reykjanesi
  • Þegar andskotinn bænheyrði Bjarna Ben
  • Ruslfréttastofa RÚV
  • Lindarhvolsskýrslan afhjúpar skipulagða glæpastarfsemi
Ajax spinner

Færslusafn

Flokkar

©2025 Jack H. Daniels | Design: Newspaperly WordPress Theme