Ég hef undanfarið verið að tala við mikið af fólki bæði á íslandi og erlendis sem allt hefur sömu sögurnar að segja. Ísland er óíbúðarhæft eins og stjórnarfarið er í dag. Ungt fólk sér enga framtíð í því að búa í landinu eða vinna vegna láglaunastefnu stjórnvalda og atvinnurekenda og menntunarstigið er langt undir þeim gæðastöðlum sem þekkist erelndis.
Fólk sem komið er fast að þrítugu og hefur hugsað sér að auka við menntunn sína þarf að leita erlendis vegna takmarkana í framhaldsskóla á íslandi auk þess sem einkavæðingin á eldri nemendur gerir það að verkum að námið verður svo óheyrilega dýrt að það hefur hvort sem er enginn efni á því nema þeir sem fæðast með silfurskeið í kjafti og gullgaffal í görn.
Almenningur í landinu er að gefast upp og fjöldi þeirra sem sjá enga framtíð eftir fimmtugt fer fjölgandi. Mjög margir leita því til hinna norðurlandana, aðalega Noregs til að fá vinnu en meira að segja þar er orðið erfitt um vik fyrir þá sem eru að nálgast fimmtugs og sextugsaldurinn að fá eitthvað að gera.
Öryrkjar og aldraðir eru margir farnir að huga að því að koma sér burt af skerinu því þeir geta ekki lifað af þeim lúsarbótum sem ríkið og lífeyrissjóðrinir skammt þeim og flestir búnir að ganga svo á lífssparnað sinn að eina leiðin til að klára hann ekki er að forða sér þangað sem verðlag er með þeim hætti að fólk nær endum saman af bótunum.
Þau lönd sem fólk gæti helst náð að lifa af á bótunum EF það á skuldlaust húsnæði, (leiga er dýr) eru Spánn, Portúgal og Svíþjóð en ég þekki fólk í öllum þessum löndum og það segir mér að það komist þó af því verðlag á nauðsynjum er allt að helmingi lægra en á íslandi þrátt fyrir fullyrðingar stjórnvalda um annað.
Sjálfur er ég kominn á þá skoðun að eina leiðin til að komast af og eiga einhverja framtíð sé að koma mér úr landi.
Ég var orðinn þannig áður en ég skrapp í tvær vikur til Svíþjóðar, að mér var nákvæmlega sama þó ég dytti niður dauður á hverri stundu því þá væri maður laus við þessa helvítisvist sem það er að búa á íslandi nútímans.
En það er breytt. Nái ég að losa mig við allt sem ég á hér á landi og koma mér burt ásamt minni spússu, þá gætum við byggt upp nýtt líf og eignast eitthvað í framtíðinni ásamt því að geta stundað okkar áhugamál.
Fókusinn er stilltur, stefnan er rétt og nú er bara að fara á fullt til að láta það verða að veruleika.