Skip to content

Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Menu
  • Forsíða
  • Hlekkjasafn
    • Eldri kannanir
    • Fréttamiðlar
      • Innlendir
      • Erlendir
    • Sölusíður
    • Tæknisíður
    • Blogg
    • Ferðalög
  • Um síðuna
  • Myndir
    • Framkvæmdir í hesthúsi
    • Erlendar kassakvittanir
    • Minning um Svein Inga Hrafnkelsson
  • Hafa samband
  • Hafa samband
  • Fréttaveitan
Menu

Dómara vikið frá störfum og reglum um dómgæslu breytt

Posted on 31. maí 2013
Stóð.

Magnús Þórir Lárusson, kynbótadómari og eigandi Úrvalshesta, fór opinberlega niðrandi orðum um einstaklinga og hross á sama tíma og honum var ætlað að sinna dómstörfum.

Hér er brot úr pistli sem birtist í dag á vefnum Isbless og er eftir Þorstein Egilsson.

 Umrædd framkoma kynbótadómarans, hvort sem hún kemur mikið á óvart eða lítið, kastar mikilli rýrð á allan trúverðugleika kynbótadóma og vísast eru kynbótadómarar seldir undir sömu sök fordóma og hlutdrægni sem víða má heyra og lesa í umfjöllun hestamanna um aðra hestamenn og annarra manna hross. Í ljósi ummræds atviks er alla vega þetta tvennt óhjákvæmilegt:

Magnús Þórir Lárusson víki umsvifalaust tímabundið úr starfi kynbótadómara

Allt sem fram fer í dómhúsum við kynbótadóma verði hljóðritað. Miðað við þá fjármuni sem liggja undir við sýningu á hverju hrossi er það skýlaus krafa að engum vafa sé undirorpið að menn og hross fái sanngjarna umfjöllun.“

Þorsteinn Egilsson.

Þegar svona hlutir koma upp á yfirborðið spyr maður sig ósjálfrátt hvort þeir kynbótadómar sem upp hafa verið kveðnir á síðustu árum séu sanngjarnir og eðlilegir.
Svarið hlýtur að vera algerlega neitandi og við sem vorum alin upp með íslenska hestinum fyrir þann tíma sem allt kapp var lagt á þá ræktunn sem þekkist í dag, höfum oft fuðað okkur á þeim háu dómum sem ,,algerar truntur“ eins og okkur finnst þær vera, fái dóma sem eru langt yfir öllu meðallagi.
Ég ætla ekki að týna til stóðhesta sem eru hæst dæmdu stóðhestar landsins en ég veit að afkvæmi margra þeirra eru hestar sem ég mundi miskunnarlaust skjóta á færi eftir að hafa kynnst þeim.  Hrekkjótt helvítis kvikindi sem láta engann veginn að stjórn og þarf að berja þetta niður með öllum illum ráðum til að fá þetta til að hlýða og alltaf að vera á tánum og tauginni þegar maður er á baki.  Svoleiðis truntur eru ekki til undaneldis eða fyrir almenning til að fara í útreiðar  á en eru samt að fá dóma sem eru langt umfram meðallag fyrir geðslag.  Það segir allt sem segja þarf um dómarana og það fyrirkomulag sem er á kynbótadómum á íslenska hestinum í dag.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Kaffikaupastyrkur

Buy Me a Coffee

Vinsælt síðustu vikuna

  • Vinsælt
  • Nýjast
  • dag Vika Mán. Allt
  • Jetpack plugin with Stats module needs to be enabled.
  • Lokun
  • Líkur á að langt eldsumbrotatímabil sé komið af stað á Reykjanesi
  • Þegar andskotinn bænheyrði Bjarna Ben
  • Ruslfréttastofa RÚV
  • Lindarhvolsskýrslan afhjúpar skipulagða glæpastarfsemi
Ajax spinner

Færslusafn

Flokkar

©2025 Jack H. Daniels | Design: Newspaperly WordPress Theme