Undarleg stöðufærsla hefur gengið ljósum logum á samfélagsmiðlum þessa dagana þess efnis að hjón sem fluttu til Noregs fyrir einhverju síðan báðu banka sem þau voru í viðskiptum við þar í landi að sjá um greiðslur af íslensku húsnæðisláni.
Starfsmaður í bankanum sagði það ekki mikið mál, en eftir nokkra mánuði hafði hann samband við hjónin og sagði þeim að það væri eitthvað meira en lítið dúbíus við þetta lán, það væri alveg sama hvað mikið væri borgað, alltaf hækkuðu eftirstöðvarnar.
Hjónin tjáðu honum að svona virkaði verðtryggingin á íslandi, lánin bara hækkuðu og hækkuðu þrátt fyrir háar afborganir og þetta væri hávaxtastefnu og verðtryggingu að kenna.
Starfsmaður bankans hristi höfuðið og sagði að þetta væri með öllu óásættanlegt og bauð þeim að bankinn í Noregi mundi bara borga upp lánið á íslandi og þau gætu fengið lán hjá þeim í staðin á margfallt betri kjörum.
Sú sem setti þetta á facebook heitir Hanna Björk Guðjónsdóttir og hún óskar jafnframt eftir því að fá nánari upplýsingar um hvort einhver viti um banka í Noregi sem hún gæti leitað til varðandi sín lán á íslandi.
Nokkrar umsagnir hafa verið skrifaðar við færsluna og segir í einni um svipaða sögu frá Danmörk þar sem bankinn greiddi upp lán fyrir unga konu og lánaði henni á betri kjörum sem varð til þess að lánið hennar lækkaði um helming fyrir vikið.
Einnig að fleiri bankar og starfsmenn banka í Noregi hafa hlaupið undir bagga með fólki þegar þeir heyra af okurvöxtum banka hér á landi og greiða upp lánin fyrir viðkomandi og lána þeim um leið á mun hagstæðari kjörum.
Hanna segir svo sjálf frá því að þjóðverjar líki þessari lánastarfsemi á íslandi við okurlánastarfsemi og er ekki hægt annað en taka undir það enda hvergi í siðmenntuðum löndum lagðir slíkir vextir á almenning eins og hér á landi.
Um leið langar mig að koma því á framfæri að ef einhver hefur svipaða sögu að segja af viðskiptum sínum við erlenda banka, þá væri ágætt ef viðkomandi gætu sent mér upplýsingar um það með því að smella hérna.