Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem eitthvða hefur fylgst með fréttum eða umræðum á samfélagsmiðlum að almenningur í landinu, launafólk, öryrkjar, aldraðir og atvinnulausir hafa svo sannarlega þurft að hafa fyrir því að komast af þetta árið sem nú er að renna sitt skeið á enda því lítið hafa launin hækkað þrátt fyrir gaspur stjórnvalda, Samtaka Atvinnulífsins sem og Seðlabankastjóra sem sífellt tuðar á því að almennar launahækkanir setji allt úr skorðum í landinu, komi af stað óðaverðbólgu og sé í raun undirrót alls þess versta sem hægt sé að hugsa sér í efnahagslífinu en á sama tíma hækka laun æðstu stjórnenda landsins, dómara, atvinnurekenda og annara sem flokkast undir sjálftökulið um tugi prósenta eða þetta frá 200 þúsund á mánuði til heillar til tæplega einnar milljónar.
En það er allt í lagi þó þeir hækki svona rosalega í launum því þeir bera svo mikla ábyrgð í sínum störfum og því er engin hætta á óðaverðbólgu og að allt fari fjandanns til eins og þegar verkamaðurinn fær launahækkunn upp á skitinn 20. þúsund kall sem síðan er hirtur af honum jafnharðan með hækkunn á matvælum og allskonar gjöldum sem gerir launahækkunina að engu samri stundu og hún er fengin.
Öryrkjar og aldraðir hafa staðið í gengdarlausri baráttu fyrir því að fá bætur almannatrygginga hækkaðar til samræmis við launahækkanir á árinu eins og lög kveða á um en stjórnvöld ákváðu slíka hækkunn einhverja þá mestu og ósvífnustu frekju sem hægt væri að hugsa sér og algjörlega neituðu að fara þeim lögum sem í landinu gilda og allir sem einn neituðu þingmenn í ríkisstjórnarflokkunum að fara að lögum í atvkæðagreiðslum um fjárlög fyrir árið 2016 þar sem sú tillaga stjórnarandstöðunar fyrir fjáraukalög fyrir árið 2015 að greiða lífeyrisþegum afturvirkar hækkanir til fyrsta maí á þessu ári voru felldar með öllum atkvæðum ríkisstjórnarflokkana. Aldrei hafa aðrir eins aumingjar og vesælmenni setið í þingflokkum og ráðherrastólum þegar þeir sjálfir fá hækkunn launa sinna um 60 til 120. þúsund krónur á mánuði, afturvirkt um tíu mánuði en neita lífeyrisþegum í landinu, sem ná ekki einu sinni endum saman um hver mánaðarmót, svelta jafnvel helminginn af mánuðinum, um lögbundnar kjarabætur og brjóta þar með lög landsins, stjórnarskrá og mannréttindi á þessum hópum, vísvitandi og með fullum vilja og vitund.
Ég persónulega stóð í gríðarlegu stappi við einstaka þingmenn ríkisstsjórnarflokkanna sem allir sem einn, að undirlagi formanna sinna, svöruðu allir fyrirspurnum mínum með nákvæmlega sama póstinum sem augljóst var að hafði verið saminn fyrir þá og þeim skipað að nota sem svar við öllum fyrirspurnum sem þeir fengu. Póstur sem var svo stútfullur af lygum, rangfæslum og gögnum sem áttu sér enga stoð í raunveruleikanum að þegar maður svaraði honum og fékk bara sama kjaftæðið til baka í formi lyga og þvættings þar sem þau gögn sem maður hafði undir höndum frá ráðaneytunum, Tryggingastofnun og Velferðarráðuneytinu, svo dæmi sé tekið, voru útlistuð af þessu fólki sem helberar lygar og þvættingur.
Þegar ljóst var að við fengjum engar bætur kjara okkar frá því síljúgandi glæpahyski sem hýsir ríkisstjórnarflokkana, þá lá við að manni féllust algjörlega hendur og uppgjöfin hjá manni varð nánast ráðandi dagana á eftir og raunar enn. Þessi 9,7 prósent sem lægstvirtur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og yfirgæpamaður í ríkisstjórninni, kallar mestu kjarabætur sem lífeyrisþegar hafa fengið, er svo ótrúlega mikil lygi og þvættingur að aldrei hefur nokkur ráðherra fyrr né síðar vogað sér að ljúga jafn svívirðilega að þingi og þjóð, rústa með vilja og fullri vitund mannorði sínu og þar með gera sig algjörlega ómarktækann um alla framtíð, því þessi hækkun hjá öryrkja í sambúð hækkar tekjurnar aðein úr 172. þúsund krónum, útborguðum í rúmlega 185. þúsund á mánuði.
Sjómenn hafa verið samningslausir í fimm ár og fá bara stæla og skítkast frá útgerðunum í landinu, eitthvað sem sjómenn þurfa rækilega að fara að taka sig saman um að stoppa í eitt skipti fyrir öll og hætta að láta þessa aumingja kúga sig eins og þeir hafa komist upp með síðasta áratuginn en útgerðarmenn hika ekki við að hóta heilu fjölskyldunum atvinnumissi um alla framtíð ef sjómennirnir haldi ekki kjafti, hlýði skilyrðislaust og þegi algjörelega yfir því óréttlæti sem þeir eru beittir með því að taka þátt í kvótakaupum, olíukostnaði skipana og ótal margt fleira sem þeir neyðast til að taka þátt í sem getur ekki talist neitt annað en kolólöglegt í alla staði en á sama tíma greiða eigendur útgerðana sér tugi ef ekki hundruð milljarða í formi arðs vegna veiða úr sameiginlegri auðlind allra landsmanna. Auðlind sem þjóðin öll ætti að fá arðgreiðslur úr en ekki örfáir einstaklingar eingöngu.
Ég veit ekki með ykkur, en ég er búinn að fá algjörlega nóg af þessum rumpu og ræningjalýð sem stjórnar landinu í raun og veru því flestir þingmenn og ráðherrar landsins eru ekki þarna til að hugsa um hag almennings heldur auðmanna, útgerðargreifa og atvinnurekenda í þjóðfélaginu því allt sem snýr að almennum hag landsmanna er hjómið eitt þar sem eitt er sagt en annað framkvæmt og lygar, svik og undirferli er það sem maður horfir upp á hjá ríkisstjórninni á hverjum einasta degi ársins þar sem dregið er markvisst úr opinberri þjónustu sem ríkinu er skilt að sjá um og sú þjónusta færð í hendur einkaðilum sem hafa hámarksgróða að sínu eina markmiði á kostnað almennings í landinu. Má í því dæmi nefna eitt fyrirtæki sem sett var á fót á árinu sem dæmi en það er Auðkenni sem var sérsniðið fyrir fyrrverandi bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Árna Sigfússon sem á 12 ára valdatíð sinni seldi allar eigur Reykjanesbæjar og skildi bæjarfélagið eftir með rúmlega 40 þúsund milljóna króna skuldir.
Ég gæti haldið áfram í heila viku að skrifa og skilað inn pistli sem teldi hálfa milljón orða en ætla að láta staðar numið í bili og óska lesendum mínum hér á þessum bloggvef mínum og eins þeim sem hafa fylgst með mér á Skandall.is þakkir fyrir árið sem er að líða og óska þeim velfarnaðar á árinu 2016 og bið þá fyrir alla muni að halda áfram að berjast gegn þeirri gengdarlausu spillingu, lygum og því óréttlætti og vanvirðingu sem ríkisstjórnarflokkarnir, atvinnurekendur, útgerðarmafían og fleirum sem eru rassasleikjur óheiðarlegra stjórnmálamanna á komandi ári. Aðeins með því að fletta opinberlega ofan lygum þeirra, svikum og óheiðarleika getur réttlætið sigrað en það verður að gerast með þeim hætti að almenningur standi saman í þeirri aðgerð og hiki ekki við að tjá sig um það.
Að lokum óska ég öllum enn og aftur gleðilegs árs, þakka samstarfið á árinu sem er að líða og óska þess að sjá sem flesta í baráttunni gegn ógnaröflum ríkisstjórnarinar á ári komanda þar sem barist verður fyrir réttindum almennings með kjafti og klóm þar til glæpalýðnum verður komið frá völdum í eitt skipti fyrir öll.