Það er alveg tilefni til að fara í gegnum áramótaræður Forsætisráðherra, forsetans og biskups því þegar maður les þær yfir þá blöskrar manni hreinlega ruglandaháttur þessa aumingjans fólks sem er augljóslega í engum tengslum við almenning í landinu og sér eða vill ekki sjá hvernig ástandið raunverulega hjá þeim verst settu en tala samt eins sá sem vitið hefur og reynt hefur. Sumir ganga meira að segja svo langt að verða uppvísir að ósannsögli í málflutningi sínum.
Þess vegna finnst mér alveg full ástæða til að flokka þennan pistil undir „Siðferði“ þar sem innihald hans fjallar jú mest um það.
Skoðum nú aðeins nánar þessar ræður og byrjum á forsetanum. Hér að neðan eru nokkrar handahófskenndar málsgreinar úr ræðu hans.
Um hríð hefur lít verið tíðkað að halda til haga því sem þjóðin hefur áorkað og sumir bregðast jafnvel ila við þegar slíku er hampað; telja gort og vart við hæfi; kaldhæðni gagnrýnandans einat vinsæli en lofsamleg ummæli þeira sem vekja athygli á því sem vel er gert.
Áfölin sem fylgdu bankahruni; hörð átök íkjölfarið; reiðin sem lengi bjó í brjósti margra; alt mótaði hina daglegu umræðu með þeim hæti að gagnrýni, oft hatrömm, varð ráðandi; mistök og ávirðingar helsta frétaefnið.Þjóð getur aldrei þrifist á gagnrýnini eini saman, þót læra þurfi af mistökum. Hún verður einig að halda til haga hinum góðu verkum, heiðra það sem vel var gert, vita hve oft heni hefur tekist að ná og halda til jafns við aðra; hvaða verk skipa heni ífremstu röð.
Þót umræðan um árangur Íslendinga sé hér heima lít ítísku er merkilegt að á liðnu ári skyldu tveir afremstu háskólum Bandaríkjana og ein virtasta efnahagstofnun veraldar meta árangur og stöðu Íslands á þan veg að skipa okur á mörgum sviðum ýmist ífyrsta sæti eða meðal hina efstu.
Við höfum lengi haft á orði að glögt sé gests augað og því er fróðlegt að kynast dómum þeira sem skoða Ísland úr fjarlægð og setja okur ísamhengi við önur lönd.Við vitum þó öl að margt þarf að bæta, að áfram bíða verkefni úrlausnar, að sumt íokar þjóðfélagi er jafnvel en með þeim hæti að eki verður við unað til engdar.
Þar skiptir mestu, eins og ég hef áður ítrekað á nýársdag, að útrýma fátæktini sem þjakar of marga, einstæðar mæður, aldraða og öryrkja. Nú þegar vöxtur er í flestum greinum, glíman við hrunið að mestu að baki, ætum við að sameinast um það sjálfsagða markmið að engin Íslendingur þurfi að búa við fátækt, að ölum séu trygð mansæmandi lífskjör; upfyla loksins kröfuna sem alþýðuhreyfingar setu á oddin.
Margt fleira er talið upp í ávarpinu en þarna finnst mér forsetinn fara með nokkrar staðreyndarvillur eins og þegar hann talar um það sem vel á að hafa verið gert og að fólk bregðist illa við því og kalli það að stjórnvöld séu að gorta og kaldhæðni gagnrýnandans. Vissulega bregst fólk illa við þegar reynt er að ljúga upp í opið geðið á því og sannleikanum snúið á hvolf.
Að sjálfsögðu bregst fólk illa við því þegar ráðherrar hreykja sér á stall og gorta af illverkum sínum þegar þeir ráðast á þá sem minnst mega sín í þjóðfélaginu með auknum álögum til hægri og vinstri meðan auðmenn landsins fá skattaafslætti í bunkum og álögur á þá lækkaðar hvað eftir annað.
Og já. Það er glöggt gests augað, um það get ég vitnað því það hef ég skrifað um áður.
Fátækt hefur aldrei verið meiri heldur nú er og heldur áfram að aukast við hvert verk þessarar ríkisstjórnar.
Stjórnarliðar reyna hvað eftir annað að telja okkur trú um að svart sé hvítt og hvítt sé svart. Já sé nei og nei sé já og einnig að mínus sé plús og plús sé mínus og vitnar umræðan um hækkunn virðisaukaskatts á matvæli þar sterkast.
Skoðum því næst ræðu biskups. Þar er hamrað á því sama hvað umræðuna varðar og biskup fellur í sama farið og forsetinn, neitar að horfast í augu við staðreyndir en bullar því meira.
Eitt andartak er eins og tækifærin séu horfin og vonin úti, en svo tekur gleðin völd og margir byrja hið nýja ár með söng og dansi. Enn er tækifæri til að halda áfram lífsins göngu. Enn er tækifæri til að gera betur. Enn er tækifæri til að framkvæma og enn er tækifæri til að hugsa. Hugsun verður ekki frá okkur tekin hvað svo sem kommentakerfum líður eða öðrum þeim miðlum þar sem menn skiptast á skoðunum. Hugsun er sett í orð sem fara út í heiminn, þar sem þau eru móttekin, þeim er tekið vel eða illa, þau eru ef til vill misskilin, rangtúlkuð. Það fer eftir þeim huga er heyrir.
Mídas konungur var gráðugur í gull. Honum bauðst ein ósk. Hann óskaði sér þess að allt sem hann snerti breyttist í gull. Honum varð að ósk sinni en fór að efast um gildi þessa hæfileika síns þegar dóttir hans, Gullinbrá, breyttist í gullstyttu við faðmlag hans. Já og raunar allt er hann snerti, það breyttist í gull, líka matur og drykkur. Auðurinn er ekki bara falinn í gulli heldur í því sem við þörfnumst, fæðis, klæðis, hússkjóls, kærleika og vináttu.
Mesti auður þessa lands er fólkið sem hér býr. Í samfélaginu þurfa að vera aðstæður til að koma öllum börnum til manns og hverjum manni til hjálpar sem er hjálparþurfi. Hver maður, karl eða kona á að búa við þær aðstæður að geta vaxið og þroskast, sjálfum sér til farsældar og náunganum til blessunar. Þau sem hlýddu á Jesú og urðu vitni af kraftaverkum hans hrifust af honum. En það var ekki nóg, því trú þeirra þurfti að þroskast og vaxa. Á sama hátt þarf að búa að íslenskri þjóð að hún fái vaxið og þroskast, bæði á veraldarinnar vísu en ekki síður á andlega vísu. Leyfum leiðtoganum Jesú Kristi að leiða okkur áfram veginn á nýju ári og um framtíð alla. Því mun fylgja blessun og farsæld og fullkomin lífsfylling.
Dæmigerð ræða halelújahoppara sem er nánast innihaldslaus nema ef vera skyldi þetta væl um misskilin og rangtúlkuðu skilaboð.
Þar ætti biskup að líta í eigin barm.
Mesti auður sem hlotnast getur hverjum einstakling er hamingja og sálarró og átrúnaður á ímyndaða „guði“ getur engu þar um breytt.
Viljinn verður að koma að innan frá hverri manneskju fyrir sig því engin utanaðkomandi öfl geta stjórnað því hvernig sálarlíf hvers einstaklings er og ekkert trúboð, hvorki kristni, Islam né neitt annað kemur í staðin fyrir þann kærleika og frið sem við ræktum með okkur sjálfum án tillits til allra trúarbragða.
Vinnan byrjar hjá okkur sjálfum í samvinnu við börnin okkar, að kenna þeim um kærleikann og umburðarlyndið og kenna þeim að rækta það með sér en einnig að benda þeim á að það sem við gerum öðrum til miska fáum við margfallt til baka. Það sjáum við bara í umræðunni eins og hún birtist okkur í dag því stjórnmálamenn sem ljúga svo gott sem stanslaust að þjóðinni fá bara til baka það sem þeir eiga skilið og hafa beðið um.
Nei það er ekki til neinn guð, ésú eða heilagur andi nema skáldriti því sem bibblían er. Trúarinnræting sú sem er stunduð af prelátum, hverrar trúar sem þeir eru, er skrum og fals sem gengur ekkert endilega út á það góð og réttsýna heldur er þetta hentileikastefna sem elur á fordómum og hatri gagnvart öðrum trúarhópum og hefur kristallast í umræðunni undanfarnar vikur þar sem þeir sem hreykja sér á stall trúarinnar á ésú og hitt draslið hafa sýnt og sannað að þeir eru mestu hræsnararnir.
Um leið og maður hendir öllu sem heitir trúarkenningar og lærir að rækta með sér kærleika til alls sem lifir þá ertu loks búin að ná þeim þroska að lifa ekki í ofstæki trúarhóps sem aldrei hefur geta sýnt raunverulegan eða sannan kærleika en heldur þeim „trúaða“ í helgreipum ótta og ógna að hann fari til andskotans og brenni þar í eilífum eldi bregði hann út af boðorðum bibblíunnar.
Ég hef ekkert með þannig guð að gera og þaðan af síður trúarhóp sem predikar kenningar slíks guðs.
Ég hef heldur ekkert með guð íslams að gera sem mismunar fólki og lítur á konur sem eign manna og minna virði heldur en hund hans eða asna.
Slík trúarbrögð eru viðbjóðsleg í besta falli.
Kristna kirkjan á einhver verstu ofbeldisvert veraldarsögunar og það þarf ekki annað en lesa frásagnir um Spænska Rannsóknarréttinn og krossferðirnar til sjá hverslags viðbjóður það er sem kristnin hefur alið af sér frá upphafi.
Svo tölum nú ekki um öll stríðin sem hún hefur stofnað til.
Að lokum skulum við grípa niður í ræðu forsætisráðherra þar sem hann fer yfir árið sem nú er liðið og því miður getur hann ekki látið það vera að fara með ósannindi frekar en fyrri daginn. Það er vandasamt að velja úr því það er svo mikið af rangfærslum og lygum í þessu ávarpi að maður er frekar á þeirri skoðun að maður sé að lesa smásögu um eitthvað ímyndað land út í heimi en ekki áramótaræðu forsætisráðherrans yfir íslandi.
En þótt áramót séu í senn tími til að líta yfir farinn veg og horfa fram á við, tími þar sem bæði söknuður og eftirvænting gera vart við sig, eru áramót fyrst og fremst gleðihátíð.
Þau eru gleðihátíð vegna þess að það liðna er búið og gert, af sumu getum við verið stolt, annað hefðum við viljað gera öðruvísi en við áramót fellst gildi hins liðna fyrst og fremst í því hvernig það nýtist okkur í framtíðinni, sem góðar minningar eða lærdómur og reynsla sem nýta má til að gera hlutina betur.
Þannig segir sú staðreynd að á Íslandi sé lægst hlutfall fátæktar í Evrópu okkur ekki að við eigum að sætta okkur við það hlutfall, hún segir okkur að fátækt eigi ekki að þurfa að vera til á Íslandi.
Á heildina litið hefur árið 2014 skilað okkur vel fram veginn. Kaupmáttur launa hefur aukist um meira en 5% á einu ári en fá dæmi eru um slíkt hvort sem litið er til sögu Íslands eða til annarra landa. Verðmætasköpun jókst meira á árinu en í flestum ef ekki öllum öðrum Evrópulöndum.
Atvinnuleysi er komið niður í 3 prósent, um 6.000 ný heilsársstörf hafa orðið til á einu og hálfu ári. Fjárfesting hefur aukist töluvert og mörg og fjölbreytileg atvinnuskapandi verkefni eru í burðarliðnum.
Á sama tíma er tugum milljarða skilað til heimilanna í landinu með lækkun skatta og gjalda og beinum framlögum þar sem sérstaklega er hugað að því að bæta stöðu lágtekjufólks og fólks með millitekjur.
Skerðingar á örorku- og lífeyrisbótum sem ráðist var í fyrir fimm árum hafa að fullu verið afnumdar og framlög til félagsmála aukin verulega. Þau hafa raunar aldrei í sögu landsins verið meiri en þau verða á nýja árinu.
Fátt er okkur meira virði en heilsa okkar og okkar nánustu. Þess vegna hefur verið forgangsraðað í þágu heilbrigðisþjónustu en á árinu 2015 verður meira fjármagni varið til Landspítalans en nokkurn tímann áður, auk sjöföldunar árlegs framlags til tækjakaupa á spítalanum.
Áfram verður haldið við að bæta heilbrigðiskerfið með það að markmiði að heilbrigðisþjónusta á Íslandi jafnist á við það sem best gerist í heiminum.
Samhliða því verður ráðist í sérstakt lýðheilsuátak.Það að hver og einn hugi að eigin heilsu er árangursríkasta og hagkvæmasta leiðin til að auka lífsgæði og styrkja heilbrigðiskerfið.
Hvaða leið sem verður farin mun ríkisstjórnin aldrei hvika frá því að standa vörð um hagsmuni almennings í landinu.
Þessi áramót valda mér eingöngu kvíða fyrir framtíðinni enda sýna mér verk þessa manns og ríkisstjórnarinar sem hann er í forsvari fyrir allt annað en hann talar um í ræðunni. Það hreinlega fer um mig hrollur af kvíða og ótta fyrir framtíðinni við lestur þessar ræðu.
Hann talar meira að segja um að á íslandi sé minnsta fátækt í Evrópu en því miður Sigmundur Davíð, þá er það hrein og klár lygi sem byggir ekki á neinum skýrslum sem ég hef séð því þær skýrslur sem ég hef séð segja að ísland sé með þeim efstu á listanum yfir lönd í Evrópu og í fyrsta sæti yfir fátækt meðal almennings þegar þegar kemur að norðurlöndunum.
Kaupmáttur aldraðra og öryrkja hefur ekki hækkað á síðasta ári heldur þvert á móti lækkað um nærri 27%. Það er staðreynd.
Atvinnuleysi hefur ekkert minnkað að gagni því þó fólk detti út af atvinnuleysisskrá þá er ekki þar með sagt að það sé komið í vinnu.
Þessar tölur, eins og svo margt annað frá ríkisstjórninni eru falsaðar tölur.
Bara í dag, fyrsta janúar 2015 var rúmlega 500 manns kippt út af atvinnuleysisskrá því bótatímabilið var stytt um sex mánuði.
Þessir 500 einstaklingar færast því frá atvinnutryggingasjóði yfir á sveitarfélögin.
Þetta kallast á íslensku, að falsa tölur um atvinnuleysi og ljúga því opinberlega að þjóðinni og alþjóðasamfélaginu, að atvinnuleysi sé minna heldur en það í raun er. Svona gera aðeins illa gefnir og óheiðarlegir einstaklingar sem hafa ekki siðferði eða heiðarleika til að bera að fara með satt og rétt mál.
Heilbrigðiskerfið er ónýtt og rúmlega það. Læknar eru að fara í verkfall sem mun sennilega rústa heilbrigðiskerfinu endanlega hér á landi vegna þrjósku og þverstöðu stjórnarflokkana og þá sérstaklega sjálfstæðismanna til að fara að kröfum lækna og leysa yfirvofandi verkfall. Sjálfstæðismenn vilja ekki semja af því þeir vilja ekki ríkisrekið heilbrigðiskerfi. Þeir vilja einkavæða það og koma á svipuðu kerfi og er í Bandaríkjunum þar sem sjúklingar þurfa að kaupa sérstakar sjúkratryggingar af tryggingarfélögunum til að fá ódýraari helbrigðisþjónustu. Þeir sem ekki hafa efni á slíkum tryggingum eða þeir sem tryggingafélögin vlja ekki tryggja verða þá bara að greiða fyrir þjónustuna fullt verð sem getur hlaupið á tugum ef ekki hundruðum þúsunda í hvert sinn sem viðkomandi neyðist til að fara til læknis.
Íslenska heilbrigðiskerfið er á góðri leið með að verða eitt það versta í heimi og það munu líða áratugir áður það verður neitt nálægt því sem það er á hinum norðurlöndunum.
Siðasta setningin sem er í kvótinu hér að ofan er enn ein staðfesting á þeim lygum sem öll þessi ræða hefur að geyma og er, því miður, höfundi hennar og flutningsmanni til háborinar skammar.
Aldrei nokkruntíma hefur maður séð eða orðið vitni að öðru eins lýðskrumi og lygum einni ræðu eins og ræðu forsætisráðherra.
Það er sorglegt að sjá mannaumingja sem setur fram ræðu sem er svo stútfull af staðreyndarvillum og lygum að aldrei hefur annað eins sést í sögu landsins.
En það sorglegasta er samt þegar upp er staðið, hvað það verða margir til að gagnrýna mín skrif en trúa lygaranum.