Það er vonlaust að halda puttunum frá lyklaborðinu og blogginu þegar stjórnvöld haga sér eins og algerir fáráðar og ríkisstjórnin er komin í stríð við almenning í landinu.
Réttlætiskennd mín hreinlega leyfir það ekki.
Það líður ekki svo dagur að það berist ekki fréttir af einhverjum skandaliseringum ráðherra stjórnarinar og oft nokkrar á dag.
Almenningur í landinu er búinn að fá nóg af lygum og svikum og er farið að senda stjórnvöldum tóninn í pistlum á netinu sem og á samfélagsmiðlum og það ekki að ástæðulausu. Flestir þeir sem létu glepjast af loforða og lygaflaumi núverandi stjórnarflokka fyrir síðustu alþingiskosningar eru reiðastir en þó mest reiðir út í sjálfa sig fyrir að hafa verið hafðir að fíflum. Hinir, sem kjósa alltaf eins og hafa ekki næga heilastarfsemi til að sjá lygarnar og svikin halda áfram að vera heimskir og ljóma af gleði í hvert sinn sem það koma fréttir af átrúnaðargoðunum þeirra og tala um hvað þeir séu nú góðir við fólkið í landinu og hvað þeir hafi nú gert mikið fyrir þjóð sína síðan þeir komust til valda.
Svona fólk er ógeðslegt og ég fæ velgju af vælinu í þessum aumingjum. Segi og skrifa aumingjum sem kjósa óhæfa stjórnmálamenn til að stjórna landinu og gera allt til að halda þeim við völd með svo heimskulegum athugasemdum þeim til varnar að maður spyr sig á hvaða ofskynjunarlyfjum þetta fólk sé eiginlega enda ætti svona heimska hreinlega að varða við lög.
Nei, áramótakveðjurnar til stjórnvalda eru með ýmsum hætti og hér er ein góð svo dæmi sé tekið.
Núna er við völd versta ríkisstjórn Íslandssögunnar. Hún er verri en nokkur önnur ríkisstjórn í hinum vestræna heimi og hún er mannfjandsamleg að næstum því öllu leyti. Hún er ónýt.
Öll hennar verk fram að þessu hafa snúist um það að létta undir með þeim sem eiga skítnóga peninga en sparka í þau sem liggja.
Áramótakveðja mín til ríkisstjórnarmeirihlutans er upprétt langatöng hægri handar og í huganum fer ég með bænina: Fokk jú.
En Björvin er ekkert sá eini sem hefur þetta að segja við ríkisstjórnina því margir eru honum algerlega sammála og þar með talið undirritaður.
Og það eru fleiri sem senda ríkisstjórninni fingurinn ásamt tilkynningum um hvar þeir geta fengið hann.
Þessi mynd er fengin af facebook og skilaboðin sem fylgja segja allt um hug viðkomandi einstaklings til ríkisstjórnarinnar.
Það verður fróðlegt að fylgjast með í dag og næstu daga hvort fólk fylgir þessu eftir og hvort fleiri senda ríkisstjórninni sambærileg skilaboð á samfélagsmiðlunum eða í bloggfærslum.
Einnig má fólk endilega koma skilaboðunum áleiðis ef það hefur áhuga á því í gegnum umsagnir hér að neðan eða hreinlega senda mér póst á netfangið jack@jack-daniels.is og ég kem því til skila í sérstakri áramótafærslu þann 1. jan 2015.