Já ég ætla að spyrja þig, kjósandi góður, hvort þú viljir axla þá ábyrgð að kjósa yfir þjóð þína þá tvo stjórnmálaflokka sem báru algerlega ábyrgð á hruninu sem varð 2008?
Finnur þú ekki til ábyrgðar gagnvart landi þínu og þjóð sem íslendingur?
Finnst þér það ekki ábyrðgarhluti að hafa það vald þegar þú gengur inn í kjörklefann í komandi kosningum hverjir það verða sem fá að halda um stjórnartaumana í landinu sem þú býrð í?
Er þér kanski alveg sama þó hér á landi stjórni einstaklingar sem hafa ekki minnsta áhuga á því að vinna fyrir fólkið í landinu en keppast aðeins við að sleikja upp eiginhagsmunaklíkurnar sem þeir sjálfir, fjölskylur þeirra og vinir eru hluti af?
Finnst þér þitt atkvæði ekki skipta máli og situr þú þess vegna heima?
Er þér sama þó hér komist til valda flokkar sem stefna að því leynt og ljóst að eyðileggja náttúru íslands eins og þeir gerðu þegar Kárahnjúkar voru virkjaðir með tilheyrandi eyðileggingu á náttúruperlum sem aldrei verða endurheimtar og sem urðu til þess að Lagarfljót er nú svo mengað að þar er allt lífríki að deyja út?
Er þér sama um afkomu þína og fjölskyldu þinnar?
Ef svar þitt við tveim eða fleiri spurningum er NEI! Þá skaltu hugsa þinn gang áður en þú setur X við einhvern af fjórflokkunum því loforð þeirra og stefnumál eru einskis virði.
Þeir hafa ekki fyrir því að útskýra hvernig þeir ætla að fjármagna þessi loforð sín þar sem þeir ætla sér aldrei að standa við þau enda eru svik við almenning í þessu landi þeirra aðalsmerki.
Ef þú gengu inn í kjörklefann og setur X við einhvern af fjórflokknum ertu að viðhalda ástandi spillingar, sérhagsmuna, svika, lyga og áróðursafla sem munu gefa algerlega skít í þig og þína um leið og kosningunum er lokið.
Hafðu það í huga!
Ég hef gert upp minn hug og ég ætla að setja mitt X við Pírataflokkinn vegna grunnstefnu hans þar sem gildi einstaklingsins er haft í fyrirrúmi og allir eru jafnir að lögum.
Píratar setja fram skýr stefnumál og þeir eru ekki að lofa neinu sem þeir geta ekki staðið við í sinni stefnuskrá, ólíkt fjórflokkaveldinu sem með lýðskrumi og lygum lofar öllu fögru fyrir fólkið í landinu en stendur svo ekki við neitt þegar upp er staðið.
Verum skynsöm og kjósum Pírata.