Skip to content

Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Menu
  • Forsíða
  • Hlekkjasafn
    • Eldri kannanir
    • Fréttamiðlar
      • Innlendir
      • Erlendir
    • Sölusíður
    • Tæknisíður
    • Blogg
    • Ferðalög
  • Um síðuna
  • Myndir
    • Framkvæmdir í hesthúsi
    • Erlendar kassakvittanir
    • Minning um Svein Inga Hrafnkelsson
  • Hafa samband
  • Hafa samband
  • Fréttaveitan
Menu

Opið bréf til stjórnenda Motus. HÆTTIÐ AÐ HRINGJA Í FÓLK Á AÐVENTUNNI!

Posted on 21. desember 2016
Mest pirrandi og leiðinlegasta innheimtuþjónusta landsins.

Eina innheimtufyrirtækið á íslandi sem er svo óforskammað að hringja í fólk á aðventunni og „minna“ það á að það skuldi hinum og þessum svo og svo mikið.
Hvað í fjandanum gengur eiginlega á í hausnum á stjórnendum þessa fyrirtækis?
Það er búið að hringja í okkur minnsta að kosti fjórum sinnum á síðustu 10 dögum til að jarma út af skuldum sem við vitum alveg um en bág fjárhagsstaða okkar gerir það að verkum að við höfum ekki geta greitt þessa reikninga.

Halda stjórnendur Motus að við gerum það að gamni okkar að borga þetta ekki og láta þetta fara í innheimtu?
Halda þessir sálarlausu lögfræðingsdrullusokkar að við sem erum með lægstu tekjurnar í þessu þjóðfélagi gerum það að gamni okkar að láta reikninga gjaldfalla?
Halda þessir stjórnendur og sálarmorðingjar að okkur langi ekki til að halda jól og borða góðan mat í það minnsta einu sinni á ári?

Hættið að hringja í fólk rétt fyrir jólin og hamast á því, því það eina sem hefst upp úr því er nákvæmlega það sem gerðist núna í dag, ég sprakk og hraunaði yfir aumingjans stúlkuna sem hringdi í okkur til að „minna“ á skuld sem er í innheimtu hjá ykkur hjá Motus.
Aumingja stúlkan er bara að vinna sína vinnu samkvæmt skipun yfirmanna sinna og það er hún sem þurfti að taka við yfirdrullinu frá mér, yfirdrulli sem hefði í raun átt að fara beint til yfirmanna hennar en ég skal segja það hreint út, ég finn ekki til minnsta samviskubits yfir framkomu minni vegna þessa símtals.

Ég skal alveg játa að mér finnst það algjör drullusokksháttur og lágkúra á aðventunni að hringja í fólk vegna reikninga í innheimtu hjá ykkur vitandi að þið eruð að hringja í fólk sem getur jafnvel ekki haldið sómasamleg jól fyrir börnin sín.

Lágkúran er algjör.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Kaffikaupastyrkur

Buy Me a Coffee

Vinsælt síðustu vikuna

  • Vinsælt
  • Nýjast
  • dag Vika Mán. Allt
  • Jetpack plugin with Stats module needs to be enabled.
  • Lokun
  • Líkur á að langt eldsumbrotatímabil sé komið af stað á Reykjanesi
  • Þegar andskotinn bænheyrði Bjarna Ben
  • Ruslfréttastofa RÚV
  • Lindarhvolsskýrslan afhjúpar skipulagða glæpastarfsemi
Ajax spinner

Færslusafn

Flokkar

©2025 Jack H. Daniels | Design: Newspaperly WordPress Theme