Það er komin tími fyrir þessa þjóð að fara að átta sig á þeirri staðreynd að hún er arðrænd um hundruði milljarða á hverju ári.
Þetta eru fjármunir sem gætu auðveldlega haldið uppi besta heilbrigðiskerfi í heimi og rúmlega það ef rétt væri úr spilað og kökunni skipt jafnt en gæti líka haldið uppi menntakerfi sem ætti ekkert sitt líkt í heiminum og almennum launum sem væru amk helmingi hærri heldur en á hinum norðurlöndunum. Aldraðir og öryrkjar gætu lifað góðu lífi og sinnt tómstundum sínum eins með raun réttu ætti að vera í þjóðfélögum sem kalla sig siðmenntuð og börn, öryrkjar, aldraðir og láglaunahópar, væru ekki að fremja sjálfsmorð vegna aðstæðna sem þau báðu ekki um að lenda í, ss. fátækt, einelti og hundsun af hendi gjörspilltra stjórnvalda og heilbrigðiskerfinu eins og það er í dag.
Nei. Væri kökunni rétt skipt væri ísland eitt ríkasta land í heimi, mun ríkara en td. Noregur með allann sinn olíuauð.
En hvað er það sem veldur því að ísland er komið í þessa stöðu sem það er í, í dag?
Vissulega varð hér stórt efnahagshrun, en það er ekki skýringin ein og sér, því hefði verið haldið rétt á spilinum þá hefði verið hægt að greiða upp allar erlendar skuldir á örfáum árum.
Síðasta stjórn sem var við völd í landinu hafði öll tækifæri til að gera það en klúðraði því svo feitt að annað eins hefur orðið fréttaefni í langan tíma.
Getur það í raun og veru verið að við, íslendingar, fólkið sem byggir þetta land, almenningur, gætum í raun verið sökudólgarnir?
Svarið er já.
Það er okkur sjálfum að kenna hvernig komið er fyrir okkur.
Það er alveg sama, lesandi góður, hvað þú reynir að þræta fyrir að ástandið sé þér að kenna því staðreyndirnar tala sínu máli þegar grant er skoðað og það þarf ekki mikið til.
Skoðum bara umsagnarkerfin á fréttamiðlum landsins, verkalýðsfélögum, samtökum og hinum ýmsu hópum á samfélagsmiðlum þar sem stjórnmál, efnahagsmál og kjaramál eru rædd og ekki rædd.
Í sambandi við kjaramálin, þá stendur það upp úr hvar sem maður smellir, að fólk eys úr sér mis gáfulegum athugasemdum í garð verkalýðsforustunar og stjórnmálamanna um þessi málefni, en gleymir alveg að horfa á skóginn fyrir trjánum því bjálkinn í eigin auga blindar því sýn.
Meðan þessi sami almenningur flýtur sofandi í gegnum lífið að feigðarósi, eða svo gott sem, andskotast og nöldrar yfir lágum launum og kennir stéttarfélaginu um að ekki skuli nást betri samningar, þá er ágætt að minna fólk á þá staðreynd, að það er nákvæmlega þetta fólk sjálft sem er stéttarfélagið.
Ekki formennirnir.
Ekki ritarararnir.
Ekki simadaman.
Því það er fólkið sem er skráð í stéttarfélagið, sem er í raun stéttarfélagið og það fólk sem hvorki mætir á vinnustaðafundi, fundi stéttarfélgas síns og kýs heldur ekki um kjarasamningana, en situr þess í stað á kaffistofu vinnustaðana eða bölvar stéttarfélaginu og slæmum kjörum á netinu, er engum öðrum að bölva og skammast í en sér sjálfu.
Keðja verður aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn og þeir sem ekki taka þátt í verkalýðsstarfinu, eru veiku hlekkirnir.
Það eru þeir sem standa í vegi fyrir því að hægt sé að ná almennilegum kjarasamningum í landinu og það eru þeir sem þurfa að róa sig niður, skoða hvar vandinn hjá þeim sjálfum liggur og hvort sökin sé ekki einmitt þeirra sjálfra.
Eigum við þá ekki að byrja á réttum enda?
Okkur sjálfum.
1 thought on “Þjóðini blæðir og almenningur sveltur meðan greifarnir moka hundruðum milljarða í eigin vasa”
Comments are closed.