Tónleikar, mótmæli og ræðuhöld á Austurvelli klukkan 14:00 í dag

Sjötti í mótmælum á Austurvelli.

Sjötti í mótmælum á Austurvelli.

Í dag, laugardaginn 9. apríl verða sjöttu mótmælin haldin á Austuvelli þar sem krafist er afsagnar ríkisstjórnar Íslands.  En þetta er meira en bara mótmæli þar sem dagskráin er þéttpökkuð af tónlist og ræðuhöldum.
Almenningur í landinu hefur fengið nóg af siðblindum bófum sem stýra landinu og krefjast þess að það verði tekið rækilega til í íslenskum stjórnmálum þar sem krafist er heiðarleika og siðabótar þingmanna í stað þess skrums og lyga sem almenningur hefur mátt þola undanfarna áratugi.

Dagskrá mótmælanna inniheldur meðal annars:
Ensími / Dr. Spock / Kiriyama Family leiða saman hesta sína og spila vel valin Rage Against the Machine lög.
Ghostdigital
Hemúllinn

Ræðumenn verða Andri Snær Magnason og Illugi Jökulsson.
Fundarstjóri verður Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir.

Jæja-hópurinn mun á mótmælunum tilkynna um fyrirhugaðar áframhaldandi mótmælaaðgerðir.  Krafan er að aflandsráðherrarnir og ríkisstjórnin axli ábyrgð og fari frá.

Veðurspáin er góð, sólríkt verður og hitinn ætti að skríða vel yfir úlpunotkunn eftir því sem spár gefa til kynna.
Það er engin ástæða til að hanga heima og láta sér leiðast því það er gott að komast út á meðal fólks af og til.

Hlakka til að sjá ykkur því ég verð á staðnum í þetta sinn, leðraður og mátulega loðinn.

Kv, Jack.