Það er óhætt að segja að mjög svo stórtækur þjófur eða þjófar hafi verið á ferðinni í Borgarfirði einhverntíma á síðustu þrem vikum.
Jón Örn Kristinsson deilir stöðufærslu á Facebook þar sem hann lýsir því sem stolið var og er það ekki neinn smáræðis listi. Hann rennir einnig grun í að þjófurinn eða þjófanir hljóti að þekkja til staðhátta þar sem húsið er úr alfaraleið og þarf að keyra í gegn um land nágranabóndans, gegn um tvö hlið og fram hjá útihúsum til að komast að húsinu þar sem verkfærunum var rænt.
Hérna er smá saga sem mig langar að biðja um að verði deilt sem víðast í von um að auminginn finnist.
Ég er með gamalt hús í Borgarfirði og einhvern tímann á síðustu þremur vikum var farið inn hjá mér og öllum verkfærum stolið. Viðkomandi tók ÖLL verkfæri, eins og sjá má á þessum lista þó svo hann sé náttúrulega ekki tæmandi.
Höggborvél Wurth í járntösku
Höggborvél ný ekki í kassa keypt í sumar
Batteríisborvél með aukarafhlöðu og hleðslutæki ný í plasttösku keypt í sumar
Stingsög ekki í tösku
Hjólsög ekki í tösku
Flísasög ekki í tösku nýleg mjög lítið notuð
Slípirokk nýlegur lítið notaður
Gashitari til að standa á gólfi er með tengi sem passar ekki hér á landi og því ónotaður, er í pappakassa.Hamar með gulu skafti
Hamar með bláu skafti
3 x Málbönd 3, 5 og 15 metra
Þvingur
Lítið kúbein
Heftibyssa
Skrúfjárn nokkur stikki
Sporjárn nokkur stikki
Dúkahnífur
Skrúfbitasett
Leður vinnusvunta gul
Borasett og lausir borar
Slípi- og skurðarskífur notað og ónotað
Blöð í stingsögina ónotað
Blá verkfærataska úr efni ný
Vinnuhanskar
Skiptilykill
Fastir lyklar
Framlengingarsnýra
Eyrnahlífar
Hlífðargleraugu
Blikkklippur
Tvær stórar svartar múrfötur
Hlutir sem tilheyra stillas það er hliðar í hálfa hæð ásamt stöngum á milli.Fullta fullt af nöglum, skrúfum og öðru smádóti.
Ég held að viðkomandi sé þarna í Borgarfirðinum án þess að vita neitt um það. Ástæður fyrir því eru nokkrar, hann hefur farið tvisvar inn hjá mér áður og gengur alltaf mjög snyrtilega um, nánast gerir við eftir sig þegar hann fer út aftur, ég er að gera húsið upp og það fréttist í sveitinni og því má reikna með að þarna séu verkfæri og síðast en ekki síst þá er húsið úr alfaraleið. Það þarf að keyra í gengum landið hjá bóndanum gegnum tvö hlið og fram hjá útihúsum til þess að komast að því. Ekki típísk leið því vegurinn endar og þarf að keyra til baka. Ókunnugir mundu aldrei keyra þarna.
Í fyrsta skiptið stal hann Bútasög ca 3 ár síðan. Í fyrra stal hann þremur framlengingarsnúrum, 6 rafmagns músafælum, hitablásara, inni hitamæli sem var hluti af setti, batteríum, útvarpi með ameriskri kló og með breytikló fyrir okkur á, og plastkassa utan um þetta. Frekar undarlegur þjófur.
Ef einhver sér þetta sem veit hver er að verki þá má hann endilega hafa samband við mig eða lögregluna í Borgarnesi.
Ég vil hvetja alla til að deila þessu í þeirri von að þjófurinn eða þjófarnir finnist og eins ef fólk verður vart við það á sölusíðum að mikið magn verkfæra er boðið til sölu á óeðlilega lágu verði að láta þá yfirvöld vita af því.