Meira um svik hinnar ,,norrænu velferðarstjórnar“ við aldraða og öryrkja

Gubbi óvelferðarráðherra og svikari.

Gubbi óvelferðarráðherra og svikari.

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni um málefni aldraðra og öryrkja undanfarin misseri en er öllum ljóst sem fylgjast með þeim málum og þá sér í lagi þeim sem hafa ekki aðrar tekjur en  þeim er skammtað af ríkinu að þessir þjóðfélagshópar hafa verið sviknir hvað eftir annað um þær hækkannir sem þeim var lofað þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við hér eftir síðustu kosningar.

10. janúar síðastliðin reit Guðbjartur Hannesson ,,velferðarráðherra“ bloggpistil á DV sem er svo stútfullur af rangfærslum og já, hreinum og klárum lygum að það er leitun að öðru eins nema ef vera skyldi í ritstjórnarpistlum útgerðarsnepilisins í Hádegismóum.  Pistilinn kallar Gubbi: ,,Gott fólk, betra samfélag – fyrir alla“ og leggur framboðsfnykinn af honum langar leiðir.  Fnykur sem annars finnst aðeins úr holræsum borga og bæja sem lengi hafa verið hálf stífluð svo meira og minna rotinn og hálfrotinn skíturinn liggur þar í haugum.

Það er því sorglegt að maður sem ætlar að bjóða sig fram til formanns þess flokks sem hefur stýrt núverandi ríkisstjórn í komandi kosningum, skuli með ásetningi og vilja beita bæði lygum og blekkingum til að fegra verk sín á síðustu árum.  Verk sem hafa orðið til þess að kjör þeirra sem minnst hafa milli handana í þessu þjóðfélagi hafa versnað meira en nokkurn tíma áður.  Svik um hækkannir lífeyris sem nema á milli 13 og 16 miljörðum á kjörtímabilinu.  Þessir miljarðar voru teknir af lífeyrisþegum og færðir fjölskyldufólki á silfurfati í stað þess að sækja þá peninga eftir öðrum leiðum.

Jöfnuður og velferð hefur verið leiðarstefið, áhersla hefur verið á að dreifa byrðum kreppunnar af sanngirni og verja velferðarkerfið eins og frekast hefur verið unnt, þótt ekki hafi verið komist hjá aðhaldi og niðurskurði til að ná tökum á ríkisrekstrinum.

Hvaða sanngirni er maðurinn að tala um, hvaða jöfnuð og hvaða velferðarkerfi?  Það er búið að rústa velferðarkerfinu á þessu kjörtímabili og heiðurinn af því má alveg eigna forsætisráðherra og velferðarráðherra.  Heilbrigðiskerfið er í molum og núna í Mars lamast sennilega sjúkrahúsin vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga því það hefur enginn vilji verið hjá velferðarráðuneytinu að semja um launakjör þessa fólks.  Vinnuálagið sem það þarf að glíma við er ómanneskjulegt og það þarf að vinna tvöfaldar vaktir til að hafa í sig og á meðan launin á hinum norðurlöndunum eru tvisvar til þrisvar sinnum hærri fyrir dagvinnuna eina og sér.  Aldraðir og öryrkjar hafa orðið fyrir stanslausum svikum af hálfu stjórnvalda allt kjörtímabilið og enn stundar stjórnin það að svíkja, pretta og ljúga að þessum hóp.

Við eigum að nýta þau tækifæri sem bjóðast, halda vel á spilunum og tryggja að græðgi, spilling og skortur á aðhaldi verði íslensku samfélagi aldrei aftur að falli.

Þessi málsgrein er náttúrulega bara brandari.  Hvaða tækifæri hefur skattpínd þjóð?  Engin. Flóknara er það ekki og öll framþróun hefur verið stöðvuð með niðurskurði og skattpíningu bæði á einstaklinga og fyrirtæki.  Spillingin hefur ekki verið stöðvuð, það sér maður oft á dag þegar fyrrum útrásarvíkingar og taglhnýtingar þeirra sem áttu hvað mesta sök á hruninu eru um þessar mundir að koma fram sem eigendur og stjórnendur fyrirætkja sem þeir voru búnir að setja á hausinn og fá tugi eða hundruð miljóna afskriftir en sjálfir sátu þeir á feitum sjóðum á Cayman eyjum sem þeir eru núna að nota til að kaupa sig inn í fyrirtækin á ný.  Bakkavararbræður eru gott dæmi um slíkt og er þá aðeins eitt dæmi nefnt eins og má lesa í leiðara sem Ingi Freyr Vilhjálmsson skrifar í DV.  Störf ,,norrænu velferðarstjórnar“ Jóhönnu Sigurðar hafa einkennst af því að vernda svona drullusokka á kostnað heimilina og fjölskyldna í landinu þrátt fyrir slagorðin sem voru látin falla í kosningabaráttunni um skjaldborg heimilina.  Það var allt svikið.  Heimilin og fjölskyldurnar í landinu hafa mætt afgangi allt kjörtímabilið og aldaðir og öryrkjar látnir taka á sig byrgðarnar með gífurlegum tekjuskerðingum.

Meðal verkefna framundan er að skapa atvinnulífinu umgjörð sem eflir það og ýtir undir fjölbreytni. Góð almenn menntun, hugvit og sérþekking á sem flestum sviðum er ein af lykilforsendum þess að atvinnulífið blómstri en síðast en ekki síst þarf að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu og örugga hagstjórn.

Miðað við árangurinn síðustu fjögur ár er ljóst að þetta draumsýn sem aldrei verður að veruleika.  Nú þegar er verið að skera svo niður í menntakerfinu að sumir skólar þurfa að leggja niður mennatbrautir sem hafa verið að sanna sig rækilega síðustu árin.  Má þar nefna hestamennskubrautina í Fjölbrautarskóla Suðurlands þar sem skera á niður framlög til skólanns á næsta ári og var sérstaklega tekið fram, (eftir því sem heimildir mínar segja) að hestamennskubrautin hafi sérstaklega verið nefnd í því sambandi.  Svona vinnubrögð eru náttúrulega til háborinar skammar fyrir ríkisstjórn sem telur sig til norrænnar velferðar.

Framtíðarsýn mín er sú að á Íslandi verði fest í sessi öflugt velferðarsamfélag að norrænni fyrirmynd sem stenst samanburð við það sem best gerist. Samfélag þar sem ungt fólk vill búa sér framtíð, stunda atvinnu og ala upp börn. Samfélag sem býður fólki menntun og fjölbreytt tækifæri í lífinu en stendur jafnframt vörð um þá sem þess þurfa með. Til að vinna að þessu þarf við stjórnvölinn gott fólk sem vill raunverulega byggja upp betra samfélag – fyrir alla.

Þetta er vissulega fögur framtíðarsýn sem við öll viljum en það verður aldrei neitt úr henni meðan hræsnarar, lygarar og svikarar sitja við stjórnvölinn eins og nú er.  Það þarf fólk sem hægt er að treysta.  Fólk sem gengur ekki á bak orða sinna í öllum málum og skrifar með þeim hætti sem Guðbjartur gerir þarna.  Nei!  Við íslendingar þurfum ekki einstakling eins og Guðbjart Hannesson í stjón þessa lands.

Pistil Guðbjarts má lesa hér í heild sinni.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 12. janúar 2013 — 14:47