Kristnir öfgamenn v/s múslimskir öfgamenn. Hver er munurinn?

Ætli kristnir öfgamenn fagni svona morðum? Það hlýtur að vera miðað við orðræður þeirra.

Ætli kristnir öfgamenn fagni svona morðum?
Það hlýtur að vera miðað við orðræður þeirra.

Hatursumræðan sem hefur verið ríkjandi hér á landi meðal ákveðins hóps fólks, þá sér í lagi einstaklinga sem flokka sig sem kristna einstaklinga er orðin ansi hatrömm svo ekki sé meira sagt.  Þar fagna ákveðnir einstaklingar því þegar Islamisstar eru strádrepnir í árásum og allt eru þetta í huga þeirra kristnu öfgamanna bara hryðjuverkafólk, hvort sem um er að ræða menn, konur eða börn, bara af því þetta eru múslimar.

Í mínum huga skiptir trú fólks engu máli.
Það eru hins vegar öfgarnar sem eru vandamálið og þá skiptir engu máli hverjir eiga í hlut, múslimar eða kristnir.

Fátt er ömurlegra en að horfa upp á þá illa gefnu einstaklinga sem telja sig til kristinnar trúar hér á landi, ráðast að fólki sem kemur frá öðrum menningarheimum og með aðra trú en það sjálft og halda því fram að það fólk sé verra en þau sjálf vegna trúar sinnar eða uppruna.
Þetta fólk telur sér og öðrum trú um að það og þeirra skoðanir séu réttlætanlegar í ljósi þeirrar trúar og uppruna sem það fellur undir, kristnir íslendingar en þegar upp er staðið er þetta fólk einfaldlega öfgafólk, stútfullt af hatri og fordómum sem á ekkert skilt við kristna trú, aðeins heimsku, fordóma, vanþekkingu og hræðslu þessara einstaklinga við önnur trúarbrögð og menningarheima sem gerir það að verkum að það verður að nákvæmlega sama öfgafólkinu og það hatast út í.

Þetta hefur maður séð kristallast best á samfélagsmiðlum, á Útvarpi Sögu, sem kyndir undir þessu hatri og hjá einstaka bloggurum sem allir, (alla vega sem ég hef séð skrifa um þessi málefni), flokka sig sem trúaða einstaklinga á hina „heilögu“ þrenningu, drottinn guð, Jesú og heilagan anda en þegar upp er staðið er þetta fólk nákvæmlega sama öfgafólkið og ISIS liðar sem það hatast hvað mest út í þó svo það sé ekki enn farið að drepa það á almannafæri hvar sem í það næst.

Þetta „góða“ og „kristna“ fólk ætti aðeins að fara að staldra við og skoða hvar það sjálft er þegar kemur að öfgum og hatri því það er ekkert skárra, í raun kanski bara verra heldur en það fólk sem það hatast hvað mest út í þegar upp er staðið enda eru trúarlegar öfgar allar af sama meiði hvort sem það eru múslimar eða kristnir sem eru öfgamennirnir.  Þar skilur ekkert á milli.

Gunnar Waage hefur tekið saman lista yfir íslenska rasista og fólk getur kynnt sér þá á Sandkassinn.com því þetta er allt fólk sem flokkar sjálft sig hærra en hinn almenna landsmann vegna trúar sinnar.
Það er ógeðslegt.