Skip to content

Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Menu
  • Forsíða
  • Hlekkjasafn
    • Eldri kannanir
    • Fréttamiðlar
      • Innlendir
      • Erlendir
    • Sölusíður
    • Tæknisíður
    • Blogg
    • Ferðalög
  • Um síðuna
  • Myndir
    • Framkvæmdir í hesthúsi
    • Erlendar kassakvittanir
    • Minning um Svein Inga Hrafnkelsson
  • Hafa samband
  • Hafa samband
  • Fréttaveitan
Menu

Líf dóttur þinnar eða bankareikningurinn. Hvort er verðmætara í þinum huga?

Posted on 6. febrúar 2013

Nú gengur á Facebook texti sem ætti að fá okkur til að hugsa aðeins hvað það er sem skiptir okkur máli í lífinu.
Í ljósi þess að innan tveggja mánaða verður heilbrigðiskerfið hér á landi algerlega lamað nema ríkisstjórnin taki í taumana og komi til móts við fólk í heilbrigðisgeiranum er alveg þess virði að staldra við og lesa þennan texta yfir og spyrja sig hvort er mikilvægara í lífinu.

Ó já,
þessu vil ég deila og hvet ykkur til að gera slíkt hið sama !

Hugsaðu þér að þú sért í vinnunni. Síminn hringir. Það er yfirhjúkrunarkonan á gjörgæsludeild LSH sem segir þér að 12 ára dóttir þín hafi lent í slysi. Hryggurinn er brotinn, óvíst hvort hún heldur fullri hreyfigetu eða bara 50%.

Um leið og þú leggur á hringir síminn aftur. Það er drengurinn sem er yfir verðbréfadeildinni í bankanum. Hann segir þér að 12 milljónirnar sem þú baðst hann að ávaxta hafi lenti í gengisfalli og séu kannski að tapast. Óvíst hvort tekst að bjarga þeim að fullu eða bara 50%.

Þú hleypur út í bíl og ekur af stað. Hvert stefnir þú? Í bankann? Nei ég hélt ekki. Þú hleypur upp á spítala og þar er hjúkrunarkonan að reyna að lina þjáningar dóttur þinnar. Hún mun sitja hjá henni í alla nótt.

Þegar dóttir þín sofnar augnablik, ferðu fram og hringir í bankann. Drengurinn í verðbréfadeildinni er farinn, það er leikur í höllinni. Hjúkrunarkonan kemur fram og segir þér að dóttir þín hreyfi tærnar. Kannski muni hún ná sér. Tárin renna niður kinnar þínar. Er það út af peningunum? Nei ég hélt ekki.

Veltu nú fyrir þér um stund hvort það sé sanngjarnt og eðlilegt að drengurinn í verðbréfadeildinni hafi þreföld laun hjúkrunarkonunnar. Eða er kannski eitthvað að?

 

Deila:

  • Tweet
  • More
  • Email
  • WhatsApp
  • Print
  • Reddit
  • Share on Tumblr

Svipað efni

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Kaffikaupastyrkur

Splæsir þú kaffi?

Vinsælt síðustu vikuna

  • Vinsælt
  • Nýjast
  • dag Vika Mán. Allt
  • Jón Stóri bráðkvaddur á heimili sínu. (11 views)
  • Fasteignaverð í Svíþjóð að gefnu tilefni (5 views)
  • Kórstelpurnar sólgnar í slátrið (2 views)
  • Þér hefur borist tölvupóstur! ÞÚ ERT REKIN! Siðferðisvitund stjórnenda 365 miðla (2 views)
  • Loforðabréf Bjarna Ben til eldri borgara fyrir síðustu kosningar (2 views)
  • Þegar andskotinn bænheyrði Bjarna Ben
  • Ruslfréttastofa RÚV
  • Lindarhvolsskýrslan afhjúpar skipulagða glæpastarfsemi
  • Þegar lítið annað er hægt að gera
  • Verbúðarlíf: Formáli
Ajax spinner

Instagram

Færslusafn

Flokkar

©2023 Jack H. Daniels | Design: Newspaperly WordPress Theme