Hræðslu og hatursáróður stjórnenda Útvarps Sögu eru staðreyndir

Pétur hótar málaferlum vegna meiðyrða.

Pétur hótar málaferlum vegna meiðyrða.

Í 27. grein fjölmiðlalaga stendur eftirfarandi klausa:  „Bann við hatursáróðri og hvatningu til refsiverðrar háttsemi.
[Fjölmiðlum er óheimilt að hvetja til refsiverðrar háttsemi. Einnig er þeim óheimilt að kynda með markvissum hætti undir hatri á grundvelli kynþáttar, kynferðis, kynhneigðar, trúarskoðana, þjóðernis eða menningarlegrar, efnahagslegrar, félagslegrar eða annarrar stöðu í samfélaginu.]1)“ og í þeirri 56. er síðan fjallað um refsingar vegna hatursáróðurs:  „Ábyrgðarmaður, starfsmenn fjölmiðlaveitu eða stjórnarmenn sem framkvæma eða láta framkvæma brot gegn eftirtöldum ákvæðum laga þessara skulu sæta sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum ef sakir eru miklar.“

Þeir sem hafa fylgst með því sem er að gerast á Útvarpi Sögu vita mætavel að þar hafa þau Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson farið mikinn í umræðum um flóttamenn og útlendinga sem þeim eru ekki þóknanlegir og þá sérstaklega múslima sem hingað hafa komið.
Í besta falli er ekki hægt annað en flokka ummæli þeirra sem haturs og hræðsluáróður gagnvart þessu fólki þar sem þau ala á ótta illa gefnins fólks við trúarskoðanir flóttamannana og sá fræjum ótta og fáfræði í huga hlustenda sinna í stað þess að fara eftir þeim lögum sem fjölmiðlum eru settar þar sem segir að hann skuli gæta hlutleysis og standa vörð um tjáningarfrelsi auk þess að virða mannréttindi.

26. gr. Lýðræðislegar grundvallarreglur.
Fjölmiðlaveita skal í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. [Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti, og einnig friðhelgi einkalífs nema lýðræðishlutverk fjölmiðlaveitu og upplýsingaréttur almennings krefjist annars.]1)Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni [í fréttum og fréttatengdu efni]1) og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna.  Fjölmiðlaveitu sem hefur þá yfirlýstu stefnu að beita sér fyrir tilteknum málstað skal vera óskylt að miðla efni sem gengur í berhögg við stefnu miðilsins.

Þegar þetta er skrifað þá er búð að fjarlægja allar gamlar upptökur af vef ÚS því bæði Pétur og Arnþrúður vita að þau eru í verulega vondum málum þegar kemur að þeim hatursáróðri sem þau hafa dælt út í loftið síðustu mánuði og nú ætlar Pétur að fara í mál við þá sem hafa fjallað um hatursáróður Útvarps Sögu og krefja þá um miskabætur vegna meiðyrða.
Kosturinn er samt sá að allt efnið er til ef vel er leitað því Internetið gleymir engu.

Hlustið bara sjálf á einn gamlan þátt þar sem hlustendur opinbera fáfræði sína og Pétur gerir ekkert annað en ýta undir hatrið og fáfræðina.

Það mætti mér að meinalausu loka þessari stöð og sækja stjórnendur til saka fyrir það sem áður er nefnt, að ala á fáfræði og hatri í garð útlendinga.

Meira má lesa um þessi mál á vef Sandkassans þar sem farið hefur verið aðeins dýpra í þessi mál en gert er hér.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa