Fréttafíkn

Þegar maður kemst að því að maður er fréttafíkill og getur ekki verið án þess að hafa stöðugar uppfærslur af fréttum dagsins framan við sig þá er ástandið orðið frekar slæmt.

Fréttagáttin lagði upp laupana í síðustu viku en er orðin virk aftur þegar þetta er skrifað en ég gat ekki verið án hennar, var alltaf með opin tab á skjánum til að geta fylgst með og þegar hún hvarf þá var ekki annað í boði en að setja upp mína eigin RSS veitu frá helstu fréttamiðlunum í landinu.

Þetta gerði ég og þó fréttagáttin sé orðin virk að mestu leiti aftur þá ætla ég að halda mig við mína útgáfu þó ófullkomin sé enda þjónar hún sínum tilgangi vel fyrir mig, uppfærir sig sjálfkrafa á fimm mínútna fresti en tenglarnir á fréttavefina sem þar eru uppfærast sjálfkrafa frá fimm mínútum til klukkutíma eftir því hvað vefirnir eru virkir.

Það er beinn hlekkur á veituna mína í valmyndinni hér að ofan og þetta er öllum aðgengilegt sem vilja en einnig hægt að heimsækja með því að smella hérna.

Ég kem svo til með að birta einhverjar sögur af verbúðarlífinu sem ég var búinn að lofa þegar ég er tilbúinn í það að skrifa um það.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 19. janúar 2022 — 13:57