Category: Myrku hliðar mannlífsins

Umfjöllun um fólk sem er bæði illa innrætt og sýnir af sér mannfjandsamlega framkomu við annað fólk og dýr.
Þetta er fólkið sem enginn heilbrigður einstaklingur vill láta sjá sig í slagtogi með nema honum sé slétt sama um mannorð sitt.

Trylltir af heimtufrekju, siðblindu og hroka

Stundum verður maður algjörlega kjaftstopp þegar maður les um yfirlýsingar einstakra þingmanna sem nánast var sparkað út af þingi eftir síðasta kjörtímabil eftir að upp komst um hagsmunatengsl þeirra á erlendum aflandseyjum og skattaskjólum sem haldið hefur verið leyndum fyrir almenningi.  Nú grenjar það fólk sem hefur ekki til að bera snefil af heiðarleika, siðferði […]

Stjórnvöld neyða einstæðar mæður og öryrkja út í vændi

Sú staðreynd að konur á öllum aldri stundi í einhvern tíma vændi til að drýgja afkomu sína er bæði gömul saga og ný um allan heim.  En þegar stjórnvöld í lýðræðisríki stunda efnahagsstefnu sem vísvitandi verður til þess að einstæðar mæður og konur sem eru á lægstu bótum almannatrygginga eru neyddar út í vændi til […]

Hátíðarmatur á elliheimili þann 17. júní 2016

Þessa mynd sem fylgir með í pistlinum birti Hldur Eiríksdóttir á Facebook að kvöldi 17. júní síðastliðin undir yfirskriftinni: „Þjóðhátíðarmatur á elliheimilinu“. Ekki kemur fram hvaða elliheimili er um að ræða en það hlýtur hverjum manni sem sér myndina að vera ljós að þetta er ekki mannamatur sem fólkinu er boðið upp á, á sjálfan […]

Opið bréf til fordómafullra hræsnara

Ég ætla að koma smá skilaboðum á framfæri í þessum stutta pistli mínum til þeirra sem haldnir eru ólæknandi fordómum gagnvart okkur sem erum af einhverjum ástæðum ófær um að stunda líkamlega atvinnu og flokkumst vegna þess sem öryrkjar. Það er hreint út sagt viðbjóðslegt að sjá það hugarfar sem þið opinberið með orðum ykkar […]

Ósannindi og óheiðarleiki Bjarna Ben gerir hann vanhæfan

Þegar maður fer að skoða ræður, orð og gerðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra síðustu mánuði og ár, sérstaklega á þessu kjörtímabili, þá treystir maður engu sem frá honum kemur. Sumir munu segja að nú sé ég að fara í manninn en ekki málefnið og það er allt í lagi þó þeir haldi því fram því ég […]

Hin nýja „siðbót“ í stjórnmálaumræðunni? Er þetta það sem koma skal?

Það er svolítið skemmtilegt að gerast í stjórnmálunum á íslandi um þessar mundir en líka margt sem við þurfum að skoða vandlega í ljósi þess að upplýsingatæknin nú til dags hefur fært almenningi vopn í hendurnar sem sumir stjórnmálamenn gátu ekki séð fyrir og hafa enn ekki áttað sig á hvernig virkar.  Meira að segja […]

Karlmenn og geðsjúkdómar

Það hefur talsvert verið fjallað undanfarið um geðsjúkdóma á íslandi og fólk hefur stigið fram og opnað sig í þeim efnum en þegar maður skoðar hlutina betur þá kemur í ljós að sárafáir karlmenn eru í þeim hópi sem tala um reynslu sína af geðsjúkdómum. Ung kona sendi mér eftirfarandi pistil þar sem hún hefur […]

Ert þú búinn að gleyma?

Var að lesa stórgóða glósu á Facebook eftir Daníel Þór Sigurðsson þar sem hann fer yfir árin fyrir hrun þegar allt var á blússandi uppleið í þjóðfélaginu með tilheyrandi þenslu og djöfulgangi og hvernig sá draumur endaði.  Hann ber það síðan saman við það sem er að gerast í dag og það verður að segjast […]

Fólki í sjálfsvígshugleiðingum hent út af bráðamóttöku

Eins og allir vita sem mig þekkja þá framdi sonur minn sjálfsmorð aðfaranótt 20. oktober 2012. Hann tók ekki bara sitt eigið líf heldur gerði hann það á þeim stað þar sem fólk með geðræn vandamál Á AÐ FÁ HJÁLP við sjúkdómi sínum. Hann tók sig til og hengdi sig inni á Geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á […]

Lögregluofbeldi er ALDREI hægt að réttlæta

Í síðustu viku kom enn einu sinni upp ljótt mál sem snýr að löggæslu í landinu og því fólki sem þar starfar. Upphaf þess máls var viðtal við mann í þættinum Harmageddon sem varð vitni að því þegar lögreglan í Kópavogi var kölluð til út í Bryggjuvör til að fjarlægja mann sem hafði sofnað ölvunarsvefni […]

Lögga númer 0405 og öryrki númer núll eru réttlausir þrælar

Lögga nr. 0405 er með 301.000 kr. í grunnlaun eftir 12 ára starf: „Við getum ekki farið í verkfall. Í sjálfu sér höfum við engin tæki nema bara að segja frá okkar vinnu og krefjast hærri launa.“ „Í rauninni er okkur alltaf boðið það lægsta og við segjum: Nei, við viljum fá eitthvað meira. Þá […]

Íslensku okurvaxtastefnan er ekkert annað lögbundin rányrkja í skjóli gjörspilltra stjórnvalda

Það er fátt í þessu landi jafn ógeðslegt og sú gengdarlausa rányrkja á öllum sviðum þjóðlífsins sem stunduð er í boði gjörspilltra og siðblindra stjórnvalda. Þeir háu vextir af lánum sem í öllum siðmenntuðum ríkjum mundu ekki flokkast undir neitt annað en okurvexti þykja sjálfsagðir hér á landi og svo er það verðtryggingin á lánum.  […]