Category: Hugleiðingar

Má svo sem kalla þetta blogg þar sem þetta eru mínar persónulegu hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Fréttafíkn

Þegar maður kemst að því að maður er fréttafíkill og getur ekki verið án þess að hafa stöðugar uppfærslur af fréttum dagsins framan við sig þá er ástandið orðið frekar slæmt. Fréttagáttin lagði upp laupana í síðustu viku en er orðin virk aftur þegar þetta er skrifað en ég gat ekki verið án hennar, var […]

Verbúðarlíf: Formáli

Mikið er rætt og ritað um þessar mundir um þættina Verbúðin sem sýnd er í sjónvarpinu og allir virðast hafa skoðun á og deila sinni upplifun af þeim, hvort heldur þeir voru íbúar þeirra þorpa þar sem verbúðir voru en einnig nokkrir sem lýsa sinni upplifun af verbúðarlífinu.  Lífi sem var brjáluð vinna og langur […]

Brauðmolakenningin

Rak augun í skrif einstaklings á fésbókinn sem er alveg þess virði að láta flakka hérna enda þótt hann deili þessum pistli ekki sem opnum. Eitt sinn vann ég í stórfyrirtæki á „gólfinu“ þar og fékk rétt yfir lágmarkslaunum. Það eitt og sér var frekar niðurlægjandi en eitt að því sem situr enn í mér […]

Sektið helvítin

Það eru endalustar fréttir af fólki sem er að brjóta sóttvarnarlög með því að hlýða ekki fyrirmælum yfirvalda um að vera í sóttkví við komuna til landsins. Fyrir mér er þetta einfalt.  Fólk sem brýtur sóttkví á að sekta og sektin þarf að vera há. 250.000,- kr fyrir fyrsta brot per haus 500.000,- kr fyrir […]

Sóttvarnarhús

Vegna umræðna um sóttvarnarhús og þeirrar stöðu sem upp kom vegna „nauðungarvistunar“, að allir sem kæmu til landsins yrðu skikkaðir til að dvelja í fimm daga í sérstöku sóttvarnarhúsi og ég sagði berum orðum að ég sæi ekki að það stæðist lög vil ég koma eftirfarandi á hreint því fólk var einfaldlega ekki að skilja […]

Nauðungarvistun dæmd ólögmæt

Mig grunaði að svona mundi fara enda er bannað að nauðungarvista fólk lengur en 24 tíma án dómsúrskurðar og engin reglugerð er æðri lögum. Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt skyldudvöl í sótt­varna­húsi ólög­mæta í mál­um þeirra  sem höfðað hafa mál á hend­ur rík­inu vegna skyldudval­ar í sótt­varna­húsi, sem tek­in voru fyr­ir í dag. Þetta staðfest­ir Ómar […]

Gagnaleki

Ég er búinn að hlæja mig hálf rænulausan eftir fréttir af stórum gagnaleka af samfélagsmiðlinum Facebook en þar segir: “ Per­sónu­upp­lýs­ing­um ríf­lega 500 millj­óna not­enda sam­fé­lags­miðils­ins Face­book hef­ur verið lekið á netið. Gögn­in inni­halda upp­lýs­ing­ar um not­end­ur í 106 lönd­um, þar af ríf­lega 31.000 not­end­ur frá Íslandi. Í gögn­un­um er að finna fullt nafn, síma­núm­er, […]

Þriggja metra staur takk

Íslendingum verður seint viðbjargandi vegna fávitahátts og tillitsleysis, það hefur gosið í Geldingadal fært okkur sönnur fyrir. RÚV var svo elskulegt að setja upp myndavél sem sýnir beint frá gosinu og margir sem ekki komast á gosstöðvarnar nýta sér til fullnustu eða mundu gera það ef ekki væri fyrir athyglissjúka fábjána sem standa fyrir framan […]

Marklaust plagg

Eftir að hafa rennt í gegnum plagg það sem kallast „Siðareglur Rúv“ get ég ekki betur séð en þetta sé algjörlega marklaust plagg að öllu leyti. Það eru engar undirskriftir vegna samþykkis við „siðareglurnar“ né um skipun siðanefndar eða hverjir sitji í þeirri nefnd. Skjal sem ekki er undirritað og samþykkt af starsfólkinu sem á […]

Ríkisútvarp Samherja?

Verður það niðurstaðan eftir allt ruglið í sambandi við frekju Máa og árásir hans og hundsrakka hans varðandi Helga Seljan og Rúv? Næsta kynning á RÚV gæti allt eins hljómað eitthvað þessa veru: Þú ert að hlusta á Ríkisútvarp Samherja.  Þar sem Þorsteinn Már ritskoðar og endursemur allar fréttir sér og Samherja í hag! Well.  […]

Vargurinn mættur

Það er alltaf merki vorsins hér í Svíþjóð þegar vargurinn lætur sjá sig með tilheyrandi hávaða og gargi.  Kanski góð tímasetning þar sem formlega gekk vorið í garð í gær þegar klukkan var færð fram um einn tíma. Mest er þetta sílamáfur en innanum er svolítið um hettumáf en svartbak sér maður ekki og þaðan […]