Búið er að færa vefmyndavél RÚV þannig að nú er útsýni yfir báðar eldstöðvarnar og hraunrennslið niður í Merardali eins og sjá má í meðfylgjandi tengli en bæði myndavél RÚV og MBL eru hér á hliðarstikunni.
Category: Áhugavert
Drónamyndband af hraunánni
Flott drónamyndband frá MBL af nýju eldstöðinni og hraunánni sem flæðir niður gil alla leið niður í Merardal þar sem hraunið byrjar að breiða úr sér.
Nýjar myndir af hraunflæðinu niður í Merardal
Það er greinilega snarbratt þarna niður og hraunáin flæðir þarna niður í dalinn þar sem það fer síðan að breiða úr sér. Myndbandið sýnir hversu hratt hraunið rennur niður í dalinn. Takið eftir bílunum vinstra megin við hrauntunguna því það gefur vísbendingu um hvað um mikið magn er að ræða.
Magnaðar myndir
Þær eru magnaðar myndirnar frá Almannavörnum af nýju sprungunni og hraunánni sem rennur frá henni.