Gengdarlaus græðgi og spilling

1556 Skoðað

Græðgisvæðingin byrjuð.
Græðgisvæðingin byrjuð.

Arionbanki hefur tekið upp umfangsmikið kaupaukakerfi sem ætlað er að „stuðla að auknum árangri í rekstri og áhættustýringu bankans“. Kerfið nær til um eitt hundrað starfsmanna bankans, sérfræðinga og æðstu stjórnenda, og geta kaupaukarnir numið allt að 25 prósent af árslaunum.
Kaupaukakerfi voru harðlega gagnrýnd í kjölfar bankahrunins, en sem kunnugt er var slíku kerfi komið á í Landsbankanum þar sem starfsmenn gátu eignast allt að tveggja prósenta hlut í bankanum, háð endurheimtum. Fengu þeir í sumar hlutabréf í bankanum að verðmæti 4,7 milljarða króna, en helmingur þess rennur til greiðslu opinberra gjalda.

Þann 29 október síðastlinn, sendi greiningadeild Arionbanka frá sér svokallaða greiningu á launaþróun í landinu. Þar tókst greiningadeild að sjá að allt of miklar launahækkanir hafi orðið í síðustu kjarasamningum og því hafi laun hækkað um 17,6% frá því þeir voru gerðir. Þar horfðu starfsmenn greiningardeildarinnar fram hjá þeirri staðreynd að þeir kjarasamningar sem þeir vísuðu til gáfu einungis launahækkun upp á 11,4% hækkun. Mismunurinn þarna á milli kemur þeim kjarasamningum ekkert við, heldur eru til kominn vegna launaskriðs eftir gerð þeirra. Launaskriðs sem ekki síst hefur orðið til í þeim geira sem starfsmenn greiningardeildar vinna við, bankageiranum.
Lokaorð greinigardeildarinnar voru varnaðarorð til ASÍ og SA um að hafa í huga að frekari hækkun launa gætu sett þjóðfélagið á hausinn.

Í svari frá Arionbanka kemur meðal annars fram að innleiðing hvatakerfis hefur verið í skoðun um nokkurt skeið en þótti ekki tímabært skref fyrr en nú. Liður í þeirri ákvörðun er sú staðreynd að samkeppnisaðilar okkar hafa flestir tekið upp hvatakerfi í einhverri mynd og því erum við að aðlaga okkur að því starfsumhverfi sem við erum í og styrkja okkur í samkeppni um starfsfólk.

Í Morgunblaðinu segir að þeir starfsmenn Arionbanka sem undir kaupaukakerfið falla hafi möguleika á að vinna sér inn hundruð milljón króna í kaupauka á ári hverju, þar sem árslaun stjórnenda og margra sérfræðinga séu á bilinu 10 til 20 milljónir króna.  Það gera um 1,6 miljón á mánuði miðað við 20 miljónir í árslaun eða 800 þúsun miðað við 10 miljónir.

Þegar skoðað er ársuppgjör bankana, í þessu tilfelli Arionbanka, þá kemur í ljós að hagnaðurinn síðasta ári EFTIR skatta var 17,1 miljarður króna.  Sautján þúsund miljónir takk fyrir.
Árið 2011 var hagnaðurinn hins vegar EKKI NEMA 11 þúsund miljónir.

Það er ekki fyrir alemennilegt fólk að skilja svona tölur enda er þarna um að ræða upphæðir sem eru svo stjarnfræðilegar í samanburði við lægstu laun í landinu.

Á sama tíma berjast þeir lægst launuðu í landinu fyrir tilverurétti sínum, vinna 3 til 4 vinnur svo þeir hafi í sig og á.  Slíta sér út andlega og líkamlega löngu fyrir aldur fram á slítalaunum og rétt ná að skrimta.
Svo er fólk hissa á því að öryrkjum fjölgi, þunglyndi aukist og æ fleiri leiti á náðir hjálparsamtaka?

Það er fyrir löngu orðinn alþjóðaskandall hvernig launastefnan á þessu landi er orðin og firring stjórnmálamanna, stjórnenda ASÍ og atvinnurekenda í launamálum almennings er þeim til háborinar skammar.

Þessu þarf að breyta.

1556 Skoðað