UPPFÆRT! Ritskoðun fréttar á visir.is

365 miðlar.

1440 Skoðað

365 miðlar.
365 miðlar.

Þann 25. okt var birt frétt á vísir.is þar sem Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Smáís krítiserar að notendum hjá Tal skuli vera boðin sú þjónusta að nota erlendar IP tölur til að nálgast efni hjá efnisveitunum Netflix og Hulu, sem eru erlendar efnisveitur og bjóða upp á kvikmyndir og þætti.  Heldur Snæbjörn því fram að þarna sé um brot á lögum um höfundarrétt að ræða og segir meðal annars:

Þessi þjónusta er klárt brot á lögum um höfundarrétt.  Þjónustan snýst um að útvega íslenskum viðskiptavinum erlendar IP tölur. Ef viðkomandi er með íslenska IP tölu þá getur hann ekki nálgast þjónustu Netflix og Hulu, sem eru erlendar efnisveitur og bjóða upp á kvikmyndir og þætti. Ástæðan fyrir því að ekki er hægt að nálgast slíkar efnisveitur vegna laga um höfundarrétt.

Þessi rök Snæbjörns halda hvorki vatni eða vindum enda var þetta mikið rætt í umsagnakerfinu við fréttina áður en vísir.is ákvað að loka fyrir allar umsagnir og eyða þeim sem þegar voru komnar.

Þetta heitir á góðri íslensku RITSKOÐUN!

En hvers vegna var þessi ákvörðun ritstjórnar Vísis tekin?  Jú vegna þess að í mörgum umsögnum sem þegar voru komnar var farið rækilega yfir málið og bent á það hversu fáránleg röksemdafærsla það er að tala um höfundarréttarvarið efni á erlendum netveitum þar sem ekkert íslenskt efni er að finna og þeir sem skrá sig á efnisveiturnar GREIÐA ÞAÐ GJALD SEM ÞÆR SETJA UPP  til að fá að horfa á efnið.
Ekkert ólöglegt við það frekar heldur en að skrá sig á Amason vefinn og verlsa bækur, DVD diska og tónlist þaðan.

Netflix og Hulu eru efnisveitur sem gera notandanum það kleyft að horfa á kvikmyndir og sjónvarpsþætti í gegnum straum, (streaming) tækni en EKKI ER UM NIÐURHAL AÐ RÆÐA og því er fólk ekki að niðurhala efninu á tölvuna hjá sér heldur horfir á það beint svipað og gert er á leigunni hjá Vodafone eða VOD hjá Símanum.

Við skulum því aðeins skoða málið nánar.
Hvaða fyrirtækjasamsteypa á vísir.is?
Jú, það er rétt.  365 miðlar.

Hverjir eiga Stöð2 sem sendir út fjölvarpið og rukkar fyrir það formúu?
Jú það er líka rétt.  Það eru nefnilega 365 miðlar.

Hverjir sjá sér þá mestan hag í því að loka á umsagnir við fréttina og eyða þeim sem komnar voru?
Jú, einnig það er rétt.  365 miðlar.

En af hverju?
Jú, vegna þess að því fleiri sem gerast áskrifendur á Netflix og Hulu hætta í áskrift hjá Stöð2 og fjölvarpinu, (365 miðlum) þar sem fjölbreytnin í efninu hjá þeim er bæði lítil og léleg fyrir okurverð meðan úrvalið hjá Netflix og Hulu er þúsund sinnum meira og betra auk þess að fólk getur horft á það sem það vill, þegar það vill fyrir aðeins brot af því verði sem það kostar að vera áskrifandi hjá 365 miðlum.
Á þetta var margoft bent í umsögnunum við fréttina sem að lokum varð til þess að ákveðið var að ritskoða allar umsagnir og eyða þeim út.

Aum eru slík vinnubrögð hins röklausa hugleysingja og verður því að setja two thumbs down fyrir vísir.is enda ekkert annað en skandall að þetta skuli hafa verið gert.

OPNAÐ HEFUR VERIÐ Á NÝ FYRIR UMSAGNIR VIÐ FRÉTTINA!

Fréttin á Vísir.is
Fréttin á Facebook síðu Vísis.

1440 Skoðað