“Bara áróður og bull,” segir Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benediktssonar

Þóra Margrét og Bjarni Ben.

3109 Skoðað

Þóra Margrét og Bjarni Ben.
Þóra Margrét og Bjarni Ben.

Nú hefur Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benediktsson stigið fram og tjáð sig um umræðuna um eignarhald Engeyinga á jörðinni Selskarð á Álftanesi / Garðabæ en sem kunnugt er þá var hér samantekt í öðrum pistli sem fór ansi víða eru þar tenglar sem gefa sterklega til kynna að Engeyingar hafi verið að gæta ákveðinna hagsmuna með því að færa veginn út fyrir landamerki Selskarðs.
Varla þarf að taka það fram að Þóra er öskureið vegna umræðunnar, frétta af meintum ofsagróða eiginmanns hennar og fjölskyldu hans og lætur meðal annars DV fá það óþvegið sem og þá sem hafa tjáð sig um málið í almennum umræðum.

Þóra segir meðal annars:

Það eru engir peningar þarna, ekkert plott, bara áróður og bull.
Þetta liggur allt saman á borðinu ef fólk bara nennti að kynna sér málin áður en það gleypir við öllu helvítis ruglinu sem birtist í DV. En það er bara aldrei þannig, fólk vill trúa svona rugli og það er ansi erfitt að vera endalaust að elta þetta. Afi hans Bjarna keypti 10% af landi þarna fyrir hartnær hálfri öld síðan. Þessi hlutur skiptist svo á börn hans. Benedikt Sveinsson á því 2,5% í landi sem er friðlýst. Þetta hefur ávalt verið hugsað sem útivistarsvæði og það hefur aldrei neitt annað staðið til með þetta land. Bjarni hefur nákvæmlega ekkert með þetta að gera.

Það verður hver og einn að gera upp við sig hvað honum finnst í þessu máli.  Hvaða sannanir gefa þær upplýsingar sem vísað var í þegar fjallað var um málið í DV og á fleiri stöðum, meðal annars hér á þessum vef.  Tenglarnir sem vísað var í gáfu mjög sterklega til kynna að um hagsmunatengsl væri að ræða og greinin byggð á því.

En það er gott að fá öll sjónarmið upp á borðið og fjölskylda Bjarna á fullan rétt á að koma sínum sjónarmiðum að og það hefur verið gert án þess að við hér á Skandall.is tökum afstöðu með eða á móti málinu enda er það ekki okkar stefna.
Sannleikurinn þarf hins vegar að koma í ljós í þessu máli eins og svo mörgum öðrum sem tengjast stjórnmálamönnum, fjölskyldum þeirra og vinum því það er oft stutt í spillingu, undirferli og svik þar sem peningaöflin ráða nánast öllu.
Það er okkar almennings að vera á varðbergi og taka á þessum málum þegar þau koma upp og því miður er þetta mál eitt af þeim þar sem verður að setja stórt spurningarmerki við það hvort þetta sé í raun sannleikurinn um vegalagninguna um Gálgahraun.

3109 Skoðað