565 nefndir starfandi á vegum ríkisins

1203 Skoðað

565 starfandi nefndir á vegum ríkisins.
565 starfandi nefndir á vegum ríkisins.

Það er varla hægt að tala um annað en nefndarbrjálæði þegar skoðaðar eru tölur um starfandi nefndir á vegum ríkisins í dag.  565 nefndir eru starfandi á vegum þess og nefndarmenn eru 3.455 sem sitja í þessum nefndum.

Innanríkisráðuneytið:  253 nefndarmenn í 63 nefndum.

Utanríkisráðuneytið:  64 nefndarmenn í 6 nefndum.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti:  417 nefndarmenn í 83 nefndum.

Forsætisráðuneytið: 124 nefndarmenn í 21 nefnd.

Mennta- og menningamálaráðuneyti:  1.1516 nefndarmenn í 211 nefndum.

Umhverfisráðuneytið:  217 nefndarmenn í 31 nefnd.

Velferðaráðuneytið:  634 nefndarmenn í 107 nefndum.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti:  230 nefndarmenn í 43 nefndum.

Það er mismunandi hverjir greiða fyrir nefndarstörfin.  Sem dæmi má nefna að þegar um er að ræða stjórnarsetu fyrir hönd ráðuneyta (s.s. Íslandsstofu), eru laun stjórnarmanna á vegum ráðuneytisins, greidd af tiltekinni stofnun eða fyrirtæki.
Ímyndum okkur að greiðslur fyrir nefndarstörf jafngildi því að hver nefndarmaður fái 150.000 krónur greiddar á ári þá gerir það í heildina rúman hálfan miljarð eða 518.250.000,- krónur á ári í nefndarlaun.

Er allur þessi fjöldi nefnda og nefndarmanna nauðsinlegur?  Má ekki skera niður þarna og fækka um að minnsta kosti helming ef ekki meira?

Þetta er alger skandall.

1203 Skoðað