Aðstoðarmaður Velferðarráðherra lýgur blákalt að almenningi

Matthías Imsland.

1768 Skoðað

Matthías Imsland.
Matthías Imsland.

Þokkapilturinn Matthías Imsland fer með staðlausa stafi í svari sínu á síðunni spyr.is þegar hann svarar þeirri fyrirspurn hvort og hvenær eigi að standa við gefin kosningaloforð um leiðréttingar á kjörum lífeyrisþega frá árinu 2009.
Þar svarar Matthías því til, að skerðingarnar hafi að stórum hluta gengið til baka með þeim lagabreytingum sem gerðar voru á sumarþinginu og tóku gildi 1. júlí síðastliðin.

Breytingar þessar felast í hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega, framlengingu hækkaðs frítekjumarks vegna atvinnutekna örorkulífeyrisþega og því að lífeyrissjóðstekjur skerða ekki lengur grunnlífeyri almannatrygginga.

Um næstu áramót mun skerðingarhlutfall tekjutryggingar bæði elli- og örorkulífeyrisþega lækka úr 45% í 38,35%.

Frá sama tíma mun frítekjumark vegan lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega hækka úr 15.800 kr. á mánuði í 21.600 kr.

Þeir sem fengu þessa hækkun sem hann nefnir hér að ofan voru lífeyrisþegar með 250 þúsund á mánuði frá lífeyrissjóðum og meira.  Þeir sem eingöngu fengu eingöngu bætur frá Tryggingastofnun Ríkisins fengu engar leiðréttingar og engar hækkanir á sínum bótum og öryrkjar mega enn aðeins hafa rétt rúmar 100 þúsund krónur á mánuði í laun án þess að örorkubætur skerðist.

Engar leiðréttingar hafa verið gerðar á þeim svikum sem lífeyrisþegar urðu fyrir árin 2011, 2012 og um síðustu áramót eins og lofað hafði verið.

Síðan er spurning hvað gerist eftir næstu áramót, en ef miða má við efndir þeirrar stjórnar sem nú situr við völd er lítil hætta á því að staðið verði við gefin loforð.

Svikin er nefnilega hennar aðalsmerki.

1768 Skoðað