Jón Steinar Gunnlaugsson er lögmannastéttinni til skammar

1428 Skoðað

JonsteinarÞegar lögmaður gefur frá sér yfirlýsingu í lagana bókstaf þar sem niðurstöðurnar eru fyrirfram pantaðar, í þessu tilfelli af útgerðarfyrirtæki sem ekki má nefna á nafn, þá er viðkomandi lögmaður búinn að gjaldfella sig sem lögfræðing auk þess að eyðileggja mannorð sitt með því að fara með hreinar og klárar lygar sem til að blekkja almening í landinu.
Þetta gerði Jón Steinar Gunnlaugsson þegar hann sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að eignarréttur útgerðarfyrirtækja á aflaheimilldum sé varinn samkvæmt stjórnarskrá. Því brjóti lög um veiðigjald, sem samþykkt voru á Alþingi í tíð síðustu ríkisstjórnar, gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og jafnræðisreglunni.

Þetta er einfaldlega ekki rétt hjá Jóni því álitsgerð hans um að hóflegt afnotagjald fyrir nýtingarheimild á sameiginlegum fiskveiðiauðlindum þjóðarinnar standist ekki stjórnarskrá, bendir nefnilega til þess að hann hafi nokkra minnstu þekkingu á íslenskum lögum.

Ástæða?  Jú, því i fyrstu grein laga um fiskveiði segir svo:

1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

Þar hafið þið það.
Álitsgerð Jóns Steinars er rusl sem ekkert mark er takandi á enda stútfull af rangfærslum.  Rangfærslum notuðum í áróðursskyni til að blekkja almeninng og láta líta svo út sem útgerðirnar í landinu eigi fiskimiðin í kringum landið.
Lögfræðingur sem stundar svona vinnubrögð er einskis virði.  Person no grada, lygari og lýðskrumari sem hefur aðeins það markmið að ljúga og blekkja í hagnaðarskyni.  Þannig menn eiga ekki að hafa lögmannsréttindi.

1428 Skoðað