Tepoka-borgarfulltrúi í fílabeinsturni elítunar

Friðrik Sophusson.

1831 Skoðað

Áslaug Friðriksdóttir.
Áslaug Friðriksdóttir.

Það er orðin eins sjálfsagður hlutur fyrir Sjálfstæðismenn, eins og að draga andann að vilja alltaf ráðast á þá sem minnst mega sín í þessu þjóðfélagi.
Nú ræðst fram á sviðið borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem sér ofsjónum yfir því að fjárhagsaðstoð við þá sem eru dottnir út af atvinnuleysisbótum hafi verið hækkuð og segir það verða til þess að þeir sem hafi lægstu launin sjái engan hvata til að fara út á vinnumarkaðinn.

Orðrétt segir hún:

Ein allra stærstu mistök meirihlutans í Reykjavík komu fram í upphafi kjörtímabilsins þegar hann ákvað að hækka fjárhagsaðstoð til atvinnulausra þrátt fyrir að augljóst væri að slíkt myndi draga úr fjárhagslegum hvata fólks til að fara út á vinnumarkað.
Með slíkri aðgerð var í raun óumflýjanlegt að þeir sem eru á lægstu launum sjái lítinn tilgang í því að vinna þegar hægt er að sleppa því og hafa sömu ráðstöfunartekjur.

Í upphafi kjörtímabilsins hækkaði meirihlutinn í Reykjavík bætur þannig að munurinn á ráðstöfunarfé þess sem nýtur bóta og hins sem vinnur fyrir lægstu launum er nánast enginn. Þegar tekið er tillit til þess að það kostar að stunda vinnu, til dæmis ferðalög á milli heimilis og vinnu, hefur sá sem er á lægstu laununum minna milli handanna en sá sem er á bótum.

Fjárhagsaðstoðin er í sjálfu sér réttindi en hins vegar eru skyldurnar sem henni fylgja nánast engar. Við sjálfstæðismenn höfum ítrekað bent á nauðsyn þess að skilgreina hvaða skyldum þeir sem njóta fjárhagsaðstoðar eiga að gegna. Tilgangurinn með því er að kanna hvernig hægt sé að nýta þann mannauð sem býr í atvinnulausu fólki á fjárhagsaðstoð mun betur en nú er gert. Í raun eru það mannréttindi að fá að taka þátt í samfélaginu og furðulegt að meirihlutinn í Reykjavík, sem gjarnan gefur sig út fyrir að vera mjög mannréttindasinnaður, taki svona ákvarðanir

Miðað við þá menntunn sem þessi kona hefur aflað sér þá er þekking hennar nákvæmlega engin á málefnum launafólks en það passar allt saman inn í kenninguna um “tepokana” sem áður hefur verið fjallað um hér á vefnum því öll framsetning þessarar aumingjans tepokakonu sýnir og sannar hvernig allri rökhugsun er hent fyrir róða og í staðin eru teknar upp tepokakenningarnar og þeim slengt í andlitið á almennilegu og hugsandi fólki.

Skoðum einu sinni enn teboðskenninguna:

Þau hafna ekki bara almennri skynsemi og rökum, þau hafna staðreyndum, þau afneita vísindalegum aðferðum og þekkingarleit, þau taka trúarkreddur fram yfir margreynd sannindi og það sem blasir við allra augum allt í kring.

Ef illa gengur fjárhagslega kenna þau utanaðkomandi um, sérstaklega útlendingum og fólki sem er ekki eins og þau. Þau segjast aðhyllast einstaklingshyggju, en hegða sér eins og hjarðdýr.

Þau skilja ekki hvers vegna grundvallarmannréttindi eru nauðsynleg, fyrir alla, ekki bara fólk af þeirra eigin sauðahúsi.

Það er hægt að sitja á skólabekk árum saman án þess að menntast. Þú getur verið sprenglærður lögfræðingur, kunnað heilu lagabálkana, dómafordæmi, lögjöfnun og hvað þetta heitir. Það er samt bara þekking, ekki menntun.

Þú getur haft doktorspróf í verkfræði og skilið allar heimsins stærðfræðijöfnur. Það er samt bara kunnátta, ekki menntun.

Ljónið veit hvernig á að veiða og drepa bráðina. Það veit hins vegar ekki hvers vegna bráðin fer niður að vatninu eftir að rignt hefur. Það veit enn síður hvers vegna rignir.
Það er munurinn á kunnáttu og menntun.

Menntun felst í því að setja þekkingu í samhengi, að raða saman ólíkri vitneskju úr tíma og rúmi, að skilja samhengi atburða og hegðunar, ekki bara frá í gær, heldur fyrir tíu árum, hundrað árum og þúsund árum.

Í Tepokahreyfingunni er fjöldi langskólagenginna lögfræðinga, en þeir eru samt ómenntað hyski. Fasistarnir vissu þó hvað þeir voru að gera. Þetta fólk skilur ekki hvað það er að gera.

Tungutak okkar er breytt. Undirmálsfólkið getur ekki lengur kennt blökkufólki um eigin vanlíðan,  svo að núna tölum við um ólöglega innflytjendur og bótaþega. Og samkynhneigða. Og yfirleitt flesta minnihlutahópa.

Hér höfum við það.

En hver er þessi kona?

Friðrik Sophusson.
Friðrik Sophusson.

Jú, hún kemur beint úr harðlínuarmi Sjálfstæðisflokksins þar sem hún er dóttir Friðriks Sophussonar forstjóra og fyrrum forstjóra Landsvikjunar og þar áður alþm. Reykv. 1979-1998 (Sjálfstfl.).  Iðnaðarráðherra 1987-1988. Fjármálaráðherra 1991-1998.

Námsferill Áslaugar er athyglisverður og í ljósi lýsingarinnar á tepokunum sannast sú kenning algerlega þegar horft er á menntunn þessarar konu.

Námsferill
1995                MSc – próf  í vinnusálfræði frá University
of Hertfordshire á Englandi.
1992                BA – próf  í sálfræði frá Háskóla Íslands.
1989                Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund.
1985                Gagnfræðapróf frá Réttarholtsskóla.

Starfsferill
2013 –           Borgarfulltrúi.
2006 – 2013  Varaborgarfulltrúi
2001 – 2006    Fjöldi fyrirlestra, greinaskrifa, námskeiðahalds og ráðgjafaverkefna
sem tengjast uppbyggingu og notkun ytri og innri vefja.
2001 – 2006    Starfsmaður Sjá viðmótsprófana ehf. Ein af stofnendum fyrirtækisins árið
2001. (Sjá er fyrirtæki sem sinnir vefráðgjöf og aðstoðar fyrirtæki við að
bæta vefsíður sínar og skilja notendahegðun).
2000 – 2001    Verkefnastjóri hjá Íslensku vefstofunni.
1996 – 2000    Deildarsérfræðingur í félagsmálaráðuneytinu.
1996                Starfsmaður í félagsmálaráðuneytinu við úttekt á þjónustu við fatlaða
í Reykjavík (sérverkefni vegna fyrirhugaðs flutnings málefna fatlaðra
frá félagsmálaráðuneyti til Reykjavíkurborgar).
1996                Sjálfstæð verkefni í upplýsingatækni.
Ýmis sumarstörf við fiskvinnslu, bankastörf og garðyrkju.

Almenn félagsstörf
2003 – (nú)     Hefur setið í úrskurðarnefnd félagsþjónustu sveitarfélaga.
2005 – 2008   Starfaði með SKÝ – upplýsingatæknihóp.
2005 – 2007   Formaður FSÖ foreldra- og styrktarfélags Öskjuhlíðarskólans.

Pólitískur ferill
2006 – (nú)   Kosinn varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík.
Í stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna.
Í miðstjórn frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2007.

Núverandi nefndastörf á vegum Reykjavíkurborgar
Menningar- og ferðamálaráð,
Velferðarráð,
Hverfisráð Miðborgar.

Það er óþolandi þegar stjórnmálamenn gefa í skyn bótaþegar séu, latir, að reyna að „svindla á kerfinu“ eða að þeir séu einhvers konar baggi á samfélaginu. Meðal bótaþega er fjöldinn allur af fólki sem hefur lítið annað val en að fá fjárhagsaðstoð. Þarf þetta fólk  að skammast sín fyrir það? Nei auðvitað ekki. Það eru frekar stjórnmálamenn sem eiga að skammast sín.  Stjórnmálamenn sem væla til skiptis yfir því að:
1:
Samfélagið hjálpi þeim sem þurfa á aðstoð að halda.
2: Að stóreignafólk og fyrirtæki þurfi að borga skatta.

Stjórnmálamenn sem vilja gera gagn geta lagt áherslu á eitthvað annað en væla yfir bótum.
Til dæmis með því að berjast fyrir bættum launakjörum opinberra starfsmanna og með því að taka þátt í að byggja upp og efla úrræði sem hjálpa fólki sem hefur misst vinnuna, en getur unnið, að byggja upp sjálfstraust og færni.

Svo er líka mikilvægt að berjast gegn aukinni misskiptingu sem smá saman er að skiptaFramtíðarlandinu okkar í samfélag yfirstéttar og lágstéttar þar sem fólk er í engum tengslum við reynsluheim þeirra sem koma úr öðrum aðstæðum en það sjálft.

Samt sem áður er þó virkilega til fólk sem neyðist til að þiggja bætur, sem kýs þetta tepokalið yfir sig vitandi að kjör þess koma aldrei til með að lagast meðan svona fólk er við völd.
En af hvaða hvötum kýs fólk þetta?  Er það heimska sem ræður eða er það, eins og því miður er svo algengt, af því pabbi og afi kusu þá?
Þeirri spurningu verður seint svarað enda veit fólk það ekki oft sjálft af hverju það kýs yfir sig heimskingja.  Jafnvel vel menntaða heimskingja.

Hér að neðan eru síðan nokkrir tenglar sem eru vel þess virði að lesa í þessu samhengi.

Yfirstéttin vælir yfir bótum
Meðvirkni með ríkisstjórn ríka fólksins
Viltu eina strætóferð eða betri Landspítala?
Mótmælum ójafnaðarstjórninni
Tólf eða þrettán milljarðar í Landspítalann
Ójafnaðarstjórnin
Sorgleg fjáröflunarátök
Ráðherrar sem hunsa gagnreynda þekkingu
Lýðræðisleg sáttaleið sem ríkisstjórnin getur ekki hafnað
Hrokakeppni Framsóknarmanna
Blautur hagræðingadraumur frjálshyggjumanna er martröð almennings

1831 Skoðað