Davíð dylgjar á starfsmenn Rúv um barnaníð og kynferðisofbeldi

Reykjavíkurbréf Davíðs.

1820 Skoðað

Reykjavíkurbréf Davíðs.
Reykjavíkurbréf Davíðs.

Það er glæsilegt að sjá hvernig Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fer með mannorð sitt beinustu leið til helvítis í nýjasta Reykjavíkurbréfi sínu.  Þar segir hann svo gott sem beinum orðum að starfsfólk Rúv tengist beint eða óbeint barnaníði og kynferðislegu ofbeldi.

Orðrétt segir í einni klausunni:

Þá hefur hvert málið á fætur öðru blossað upp þar sem á daginn hefur komið að sjónvarpsstjörnur, þar á meðal þessarar opinberu stofnuar, hafi árum og áratugum saman gerst sekar um barnaníðingshátt og kynferðislegt áreiti í stórum stíl.  Og það alvarlega er að það framferði hafði verið á vitorði fjölmargra innanhúss um langt skeið án þess að neitt væri aðhafst.  Af einhverjum ástæðum hefur ekki verið sagt margt af þessum málum hér á landi, þótt Ríkisútvarpið hafi fólk á sínum snærum víða, þar á meðal í Bretlandi.

Það er deginum ljósara að með þessu niðurlagi í Reykjavíkurbréfi sínu hefur Davíð Oddsson lagst á það lægsta plan sem nokkur maður getur farið.
Getur blað eins og Morgunblaðið séð sóma sinn í því að hafa ritstjóra við blaðið sem skrifar svona svívirðingar og dylgjur um starfsmenn annars fjölmiðils, ríkisrekinn eða ei?

Það eru tveir kostir í stöðunni.  Annað hvort segir Davíð upp og hættir eða stjórn og eigendur Morgunblaðsins reka hann.

1820 Skoðað