Niðurskurðarhnífnum miskunnarlaust beitt gegn sjúkum, öldruðum og þeim sem minnst mega sín

Almenningur hefur valdið ef hann vill.

1410 Skoðað

Almenningur hefur valdið ef hann vill.
Almenningur hefur valdið ef hann vill.

Nýbirt fjárlagafrumvarp er einhver sú versta aðför gegn þeim hópum á íslandi sem vest eru staddir fjárhagslega á íslandi í dag.  Ekki einu sinni niðurskurðir ,,velferðarstjórnar” Jóhönnu Sigurðar frá 2009 til 2013 geta státað af annari eins aðför að sjúklingu, öldruðum, öryrkjum, atvinnulausum og láglaunafólki eins og núverandi stjórn er með í burðarliðnum.  Það skal hækka skatta á þessa hópa.  Það skal skera niður velferðarþjónustu.  Það skal leggja legugjöld á sjúklinga sem þurfa að dvelja á sjúkrahúsum og svo mætti lengi telja upp fleiri þætti sem skerða lífskjör almennings í landinu.

Í frétt á mbl.is má lesa eftirfarandi klausu um virðisaukaskatt.

Í dag eru tvö þrep í virðisaukaskattskerfinu. Almenna þrepið er 25,5%, en 7% skattur er lagður á matvæli, hótel- og gistiþjónustu, afnotagjöld sjónvarps, blöð, bækur, rafmagn og hita.

„Á kjörtímabilinu verður farið í frekari endurskoðun á skattkerfinu,“ sagði Bjarni þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið í gær. „Við leggjum upp með frekari endurskoðun á virðisaukaskattkerfinu sem felur í sér að dregið verður úr bili milli skattþrepanna. Það þýðir að við hyggjumst lækka efra þrepið og hækka neðra þrepið. Í neðra þrepinu eru ýmsar nauðsynjavörur. Þá er mikilvægt að við um leið tökum til endurskoðunar vörugjöld. Við þurfum að finna leiðir til að draga úr áhrifum hækkunar á neðra þrepið á innkaupakörfu heimilanna.“

Bjarni sagðist telja að um þessa breytingu ætti að geta tekist nokkuð góð samstaða. Tillagan hefði komið fram á Samráðsvettvangi um aukna hagsæld. Bjarni sagðist finna fyrir þverpólitískum stuðningi í þinginu við þessa tillögu. Hann sagði nauðsynlegt að undirbúa þessa breytingu vel og hafa samráð um hana við aðila vinnumarkaðarins. Hann sagðist áforma að kalla saman starfshóp um þetta verkefni á næstu dögum eða vikum.

Um þetta má aldrei nást samstað.  Aldrei því þetta kemur sér hvað allra verst fyrir þá hópa í þjóðfélaginu sem verst hafa það í dag.  Þetta verður eingöngu til að hækka verð á matvörum og öðrum nauðsynjavörum  og þó svo þetta lækki eitthvað verð á flatsjónvörpum, snjallsímum og lúxusvörum, þá eru það hlutir sem þessir fyrrgreindu hópar leyfa sér ekki að versla.  Ástæðan er sú, að allar þeirra tekjur fara í að hafa þak yfir höfuðið og eiga fyrir nauðsynjum.  Lúxusvörur eru ekki á dagskránni hjá þeim hópum.

Bjarni Ben er samkvæmt þessu svo gjörsamlega veruleikafirrtur að hann sér ekki hversu heimskulegt og illa ígrundað þetta er hjá honum.  Hann lifir í allt öðrum heimi heldur en almenningur í landinu og hann sýnir það í hverju viðtalinu á fætur öðru í fjölmiðlum að hann er hrokafullur skíthæll sem lítur niður á þá sem honum eru ekki þóknanlegir.
Ágætt dæmi um það var í stefnuræðunni þegar hann kallaði fyrri stjórn hræsnara fyrir að gagnrýna legugjaldið sem fyrirhugað er að leggja á sjúklinga LSH.  Við leggjum til að fólk hlusti og horfi á þessa ræðu Bjarna því þar talar hann þvert á allt sem síðan kemur fram í fjárlögunum.

Það er því alveg ljóst hvernig sem á allt er litið, að þingsins bíða erfið verkefni í því að endursmíða frá grunni þessi fjárlög.  Fjárlög fjárplógsmanna Sjálfstæðisflokksins sem beita niðurskurðarhnífnum af áður óþekktri grimmd gegn kúguðum almenningi í landinu og til þess eins gert að gera kjör verst settu hópana enn verri en þau þegar eru.

Slíkt og þvílíkt gera aðeins illmenni sem hafa aðeins eitt að markmiði, hagnast sem mest sjálfir og skítt með alla aðra.

1410 Skoðað