Minnum þau á í hvers umboði þau eru

Nokkrar fréttir sem fjölmiðlar birtu eftir að fjárlög ársins 2014 voru kunngerð.

1423 Skoðað

Nokkrar fréttir sem fjölmiðlar birtu eftir að fjárlög ársins 2014 voru kunngerð.
Nokkrar fréttir sem fjölmiðlar birtu eftir að fjárlög ársins 2014 voru kunngerð.

Þetta er bara byrjunin á því sem koma skal í fjárlögunum fyrir árið 2014.

– Lækkun veiðigjalds
– Lækkun gistinæturskatts
– Lækkun raforkuskatts til stóriðju
– Lækkun niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar
– Afnám jöfnunar á flutningskostnaði
– Lækkun á framlögum til tækjakaupa á Landspítalanum
– Upptaka gjalds á sjúklinga sem liggja inni á Landspítalnum
– Lækkun framlaga til háskóla og hækkun skólagjalda í HÍ um 25%
– Fallið frá lengingu fæðingarorlofs
– Fleiri niðurskurðir og álögur á almenning því einnig hefur verið talað um að hækka eldsneytisgjaldið og búast má við að matvörur hækki enn í verði á næstu vikum og mánuðum.

Því hefur enn einu sinni verið blásið til mótmæla á Austurvelli þegar Forsætisráðherra heldur stenfuræðu sína í kvöld, 2. október.
Í viðburðartilkynningu sem birtist á Facebook í gær er að finna eftirfarandi texta.

Síðustu ár hefur skapast sú hefð að mæta á Austurvöll við setningarræðu forsætisráðherra til þess að minna alþingismenn á fyrir hverja þeir eru að vinna.
Í ár munum við mæta og minna alþingi á að heimili landsins og almenningur hefur ekki fengið úrlausn sinna mála og er farið að lengja eftir þeim. Minnum þá á að velferðakerfið þarf að byggja upp og ekki rífa niður. Minnum þá á að kjör almennings þarf að passa upp á, því samfélagið er aldrei betur statt en sá sem hefur það verst.
Við leggjum áherslu á að þingið beiti sér fyrir að:
-Lögfesta raunhæfa lágmarksframfærslu
-Stöðva nauðungaruppboð á heimilum landsins og bæta stöðu þeirra gagnvart kröfuhöfum
-Verja velferðar og heilbrigðiskerfi allra landsmanna.

Mætum og sýnum samstöðu með sjálfum okkur og samfélaginu og minnum alþingismenn á að vinnuveitandi þeirra, þjóðin, hefur ennþá rödd.

Stendur viðburðurinn yfir frá kl 19:00 þegar stefnuræða skammstöfunnarforsætisráðherrans hefst og lýkur viðburðinum klukkan 21:30 og eru sem flestir hvattir til að mæta og mótmæla sviknum loforðum ríkisstjórnarinnar frá því í kosningabaráttunni.
Má þar sem dæmi nefna að lofað var að setja 12 til 13 miljarða í heilbrigðiskerfið en það er ljóst að ekkert verður af því.
Lofað var að fara í strax í leiðréttingu húsnæðislána en ekkert bólar á tillögum um það í frumvarpinu.
Lofað var að lífeyrisþegar fengju leiðréttingu kjara sinna afturvirkt til ársins 2009 en það verður aðeins efnt að litlu leyti og auk þess verður ekki um neinar kjarabætur aukreitis að ræða til þeirra hópa.
Launum skal haldið niðri og þeir launalægstu fá í raun minnstu kjarabæturnar í gegnum skattkerfið meðan hátekju og millitekjufólk fær góðan skatta-afslátt.

Lengi mætti telju upp svikin sem komin eru upp eftir kosningar því raðlygarar tepokaframboaðana, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, lugu blákalt að almenningi í aðdraganda kosningana í vor og töldu fólki trú um að ekkert mál væri að leiðrétta hag almennings og heimilana í landinu.  Þetta gerðu þeir af hreinni og klárri valdagræðgi vitandi að þeir voru að blekkja almenning í landinu með það eitt að markmiði að komast í stjórn landsins.
Þegar þangað var síðan komið hefur afsökunn þeirra fyrir því að ekki sé hægt að bæta hag almennings sú, að staða ríkissjóðs hafi verið mikið verri heldur en opinberar tölur sögðu til um.  Allt hugsandi fólk veit að þetta er lygi.  Það eru rétt um fimm ár frá því að landið var á barmi gjaldþrots, gjaldþrots sem þessir sömu flokkar og nú stjórna lögðu grunninn að.  Þeir vissu nákvæmlega hvernig staða ríkissjóðs var enda sjálfir á þingi síðustu fjögur ár og sáu hvernig fjálögin fyrir árið 2013 voru.

En tilgangurinn helgaði meðalið hjá þeim fyrir kosningarnar í vor og þeirra eina markmið var að komast í stjórn landsins og þá gilti einhver ljótasta viðskiptabrella sem hefur verið fundin upp, eða; “Fake it til you make it”, lauslega þýtt, “Ljúgðu þig alla leið”.
Og það gerðu þeir og þeim tókst það.  Komust í stjórn landsins á lyginni og trúgirni almennings.

Þessu fólki þarf að koma frá völdum sem fyrst áður en það siglir landinu inn í nýtt hrun með aðgerðum sínum.  Því það gerist standi almenningur ekki saman og hrekji þessi snýkjudýr á íslensku samfélagi frá völdum.  Völdum sem það á ekki nokkurn minnsta rétt á vegna óheiðarleika, siðblindu og lyga.

1423 Skoðað