Er þunglyndi valkostur?

Þunglyndi drepur.

1630 Skoðað

Þunglyndi drepur.
Þunglyndi drepur.

Við fengum senda áhugaverða grein sem allir ættu að kynna sér.

Mig langaði allt í einu til að skrifa um þá tilfiningu sem fylgir þugnlyndi og hvernig ég persónulega þekki til þessa sjúkdóms.  Já ég segi og skrifa sjúkdóms því staðreyndin er sú, að við sem þjáumst af þunglyndi á einhverju stigi veljum ekki þessa þjáningu.  Okkur langar að vera glöð og ángæð með lífið en ráðum engu um það.

Hver hefur ekki upplifað að líða illa og sjá engan tilgang með lífinu og missa áhuga fyrir öllum sínum áhugamálum eða hreinlega hafa ekki orku eða nennu í að stunda þau?  Þetta er eitt einkennið sem fylgir þunglyndinu, maður sér engan tilgang í neinu hversu svo mikinn áhuga sem maður hefur fyrir hlutunum.

Að stunda vinnu krefst ofurmannlegrar orku.  Bara að vakna og gera sig klárann fyrir vinnudaginn er þrekvirki og þurfa að hitta vinnufélagana, yfirmenn og þá sem maður er í daglegum samskiptum við er hreinasta martröð á köflum og allt gert til að leyna hvernig manni líður.

Þegar síðan heim er komið leyfir maður sér að brotna saman og hverfa inn í myrka skugga sjálfsvorkunnar og depurðar.

Þeir sem aldrei hafa upplifað þetta og halda bara að maður geti “rifið sig upp” úr þessu og hætt að væla hafa ekki minnsta skilning á því hvernig þetta er fyrir okkur og bætir heldur ekkert líðanina hjá okkur þegar fólk ætlar að peppa okkur upp með þessum hætti heldur gerir aðeins illt verra þar sem viðkomandi skilur ekki hvernig þetta er.

Því langar mig að benda þeim á sem aldrei hafa upplifað virkilega slæmt þunglyndi að gera tilraun.

Fáið nokkra félaga ykkar í lið með ykkur.

Komið ykkur fyrir í stóru herbergi eða stórum sal sem væri enn betra með aðeins einar útgögnudyr og bindið fyrir augun á ykkur þannig að þið sjáið ekkert.  Þá meina ég svarta myrkur og það er bannað að svindla.

Fáið félaga ykkar til að snúa ykkur í nokkra hringi en án þess þó að ykkur fari að svima að ráði og reynið síðan að finna dyrnar en látið félaga ykkar færa til borð og stóla og ýmsa hluti sem eru í salnum þannig að þið verðið ekki vör við það svo þið gangið á hluti og jafnvel hrasið um þá.

Þeir mega heldur ekki tala við ykkur eða aðstoða ykkur á nokkurn hátt en mega ræða saman sín á milli og helst eins og þeir séu að tala um ykkur eins og þið séuð ekki á staðnum.

Raddir í myrkri þunglyndis eru algengar og oft fylgir því paranoja að hugsa um hvernig fólk talar um okkur þunglyndissjúklinga þegar við heyrum ekki til, en okkur finnst við stundum heyra það inn í okkur.

Þið finnið smátt og smátt hvernig ótti nær tökum á ykkur, örvænting um að finna aldrei leiðina út úr myrkrinu og þá fáið þið örlitla hugmynd um hvernig okkur líður sem þjáumst af þunglyndi.  Og þá meina ég aðeins örlitla hugmynd.

Við vörum við myndbandinu hér að neðan en í því eru myndir af fólki sem hefur fyrirfarið sér og þær eru allt annað en fallegar.

Munum að þunglyndi drepur!

1630 Skoðað