ÉG HATA LSH, EN ÉG ELSKA VINNUNA MÍNA

LSH.

1417 Skoðað

LSH.
LSH.

Þetta er haft orðrétt eftir hjúkurnarfræðingi á ónefndri deild á Landspítala Háskólasjúkrahúsi Íslands.
Heilbrigðismál hafa verið mikið til umræðu á undanförnum mánuðum og mikið hefur verið rætt um launakjör og starfsaðstöðu innan heilbrigðisstéttarinnar.  Fjöldi fólks hefur sagt upp störfum og flutt erlendis þar sem kjörin eru á allan hátt betri, launin hærri og starfsaðstaða öll betri.
Nýjustu fréttir eru þær að Björn Zoega forstjóri LSH hefur sagt upp starfi sínu eftir að hann frétti að ekki ætti að auka fjárveitingar til LSH í komandi fjárlögum.  Hann sagðist ekki ætla að fara með LSH út af bjargbrúninni, spítalinn hefði hangið á blábrúninni of lengi og nú væri nóg komið.  Aðrir yrðu að bera ábyrgð á þeirri flugferð til helvítis.

En aftur að  hjúkrunarfærðingnum unga sem sagði okkur sögu sína.

það er farið með mann eins og gamla skítuga tusku.. ég vinn svo mikið. nætur kvöld morgun.. stundum mjög takmarkað hlé á milli.
ég tek mikið af næturvöktum og kvölvöktum.. þannig maður mundi ætla að ég fengi eitthvað álag.  Grunnlaunin mín eru rétt um 300 þúsund á mánuði og þrátt fyrir allar aukavaktirnar, næturvaktirnar og álagið fæ ég aðeins rúmlega 280 þúsund útborgað.
Útaf þrískiptum vöktum þá geri ég EKKERT nema vinna og sofa.. ég man ekki hvort ég á vini.. ég mun aldrei finna mér mann… og ég man varla hvernig móðir mín lítur út.

Ég kláraði fjögur ár í háskóla en á þessum fjórum árum.. læri ég allt frá lífeðlis og efnafræði.. upp í sálfræði, siðfræði og sýkla of örverufræði og bara SVO margt annað.  Samhliða því tekur maður vaktir.  FULLAR vaktir btw. Launalaust! þar sem maður er í þjáfun.
Maður fær ekki að útskrifast nema skila inn staðfestingu á að maður hafi unnið með náminu að lágmarki 260 klst, þannig að það er líka ætlast til að maður vinni launað með náminu ofan á allt hitt.

Maður kemur oft grátandi heim af vöktunum eftir erfið dauðsföll.  Fólk er jafnvel líka að fá vondar fréttir og svo mætti lengi telja en þegar upp er staðið lendir þetta allt á okkur.  Við þurfum að hugga fólk og oft eys fólk úr skálum reiði sinnar yfir okkur þegar vanlíðan þess er sem mest og svo mætti lengi telja.
Ég fæ oft kvíðahnút í magan yfir því að fara í vinnuna.

Það er skortur á læknum á deildinni og þetta er mjög þung deild sem gerir það náttúrulega að verkum að álagið á okkur verður margfallt meira en eðlilegt getur talist.  Þar að auki eru margir sem þurfa aðstoð tveggja við daglegar þarfir sínar.

Ég hata LSH en ég elska vinnunna mína. Það er gaman í vinnunni og ég vinn með alveg frábæru fólki. Bæði skemmtilegu og færu í því sem við gerum. En ég er ekki viss um að ég mundi mæla með því að nokkur læri hjúkrun meðan ástandi er svona.

Ég bjóst aldrei við því að ég væri svona illa metin í samfélaginu. Þrátt fyrir hágæða menntun og mjög mikilvægt starf.  Ætli maður endi ekki bara með því að flytja erlendis?

Þar höfum við það og það beint frá hjúkrunarfræðingi á LSH.
Það er hreint með ólíkindum að það skuli svo vera stefna núverandi stjórnarflokka að ætla sér að skera enn meira niður í heilbrigðiskerfinu og þar með eyðileggja það alveg og hrekja lækna og hjúkrunarfólk úr landi þar sem það fær mannsæmandi laun og komið er fram við það af þeirri virðingu sem það á skilið.

1417 Skoðað