Sveik hann fólkið sitt?

Formaður ASÍ.

1433 Skoðað

Formaður ASÍ.
Formaður ASÍ.

Þann 27/10/2008 gaf Velferðarráðuneytið út eftirfarandi tilkynningu.
Félags- og tryggingamálaráðherra hefur í dag skipað fimm manna sérfræðingahóp sem falið hefur verið að skoða hvort og þá hvaða leiðir séu færar til að bregðast við vanda lántakenda vegna verðtryggingar.

Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur og formaður Aþýðusambands Íslands, er formaður starfshópsins. Aðrir fulltrúar eru Þorkell Helgason stærðfræðingur, Vilborg Helga Júlíusdóttir hagfræðingur, Edda Rós Karlsdóttir hagfræðingur og Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur í félags- og tryggingamálaráðuneytinu, starfar með hópnum.

Í dag, 24/09/2013 skrifar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness pistil á Eyjunni þar sem hann gagnrýnir harðlega störf Gylfa í nefndinni og segir hann hafa  unnið gegn hagsmunum sinna eigin félagsmanna þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að frysta eða taka neysluvísutöluna úr sambandi því það myndi kosta fjármálakerfið yfir 200 milljarða, skítt með skuldsetta alþýðu.

Einnig segir Vilhjálmur að Árni Páll Árnason hafi komið í heimsókn til Verkalýðsfélagsins á dögunum og þar hafi þeir rætt þessi mál og verið sammála um  að það hafi verið stórkostleg mistök í október 2008 að taka ekki neysluvísitöluna úr sambandi því ef neysluvísitalan hefði verið fryst tímabundið strax í okt. 2008 væri ekkert verið að tala um leiðréttingu á forsendubresti í dag.

Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar síðan pistil í febrúar 2009 þar sem hann fer ofan í saumana á þessu máli og segir meðal annars.

Gagnrýnin hugsun hefur ekki átt upp á pallborðið í íslenskri þjóðmálaumræðu. Umræða um málefni lífeyrissjóða hefur verið því marki brennd fram til þessa og það hefur verið áhugavert að fylgjast með henni í kjölfar þeirrar skýrslu sem lífeyrissjóðirnir létu sjálfir gera og var kynnt var nú fyrir helgi. Skýrslan sýnir að tap lífeyrissjóðanna var verulegt og augljóst er að það þarf að fara málefnalega og af yfirvegun yfir starfsemi þeirra og starfsumhverfi.

Áhugaverðast hefur þó verið að fylgjast með skrifum formanns ASÍ sem hefur gagnrýnt skýrsluna harðlega. Hann færir fyrir því rök að tapið hafi ekki verið svo mikið eftir allt saman og einnig hefur verið bent á að tapið sé svipað og hjá öðrum lífeyrissjóðum í Evrópu.

Sérfræðingahópur Jóhönnu

Gylfi minnist hinsvegar ekki á  að stærsta einstaka ástæðan fyrir ávöxtun lífeyrissjóðanna eftir bankahrun er verðtryggingin. Hann gleymir líka að nefna að Jóhanna Sigurðardóttir þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra fól honum þann 27. október 2008 að leiða sérfræðingahóp sem falið hefur verið að skoða hvort og þá hvaða leiðir séu færar til að bregðast við vanda lántakenda vegna verðtryggingar. Samfylkingin þekkir vel til þessa hóps þar sem að einn af þingmönnum hennar Sigríður Ingibjörg Ingadóttir var starfsmaður hópsins.
Niðurstaða hópsins var að taka ekki á vanda lántakenda með verðtryggð lán. Síðan þá hefur verðtryggingin kostað lántakendur um það bil 220 milljarða króna. Þetta er þungur baggi fyrir heimilin í landinu og hefur átt sinn þátt í að skapa það ófremdarástand sem nú ríkir í fjármálum heimila landsins. Það er mitt mat að, sama hvaða skoðanir fólk hefur á verðtryggingunni, geti fáir mótmælt því að ef einhvern tímann var nauðsynlegt  að taka hana úr sambandi, í það minnsta kosti tímabundið, þá var það í kjölfar vinnu Gylfa og sérfræðingahópsins.

Reikningurinn sendur á skuldug heimili

Ákvörðun Gylfa og sérfræðingahópsins hafði það hins vegar í för með sér að hægt var að „fela“ tap lífeyrissjóðanna þannig að það væri mun minna en raun bar vitni. Það má færa sannfærandi rök fyrir því að í þessari ákvörðunartöku hafði Gylfi ekki haft hagsmuni umbjóðenda sinna í ASÍ að leiðarljósi því hið raunverulega tap lífeyrissjóðanna færðist beint yfir á skuldug heimili í gegnum verðtrygginguna. Þau borga allt í boði Gylfa og Jóhönnu.

ASÍ, Samfylkingin og ESB

Í stað þess að gæta hagsmuna launafólks gerir Gylfi hvað hann getur til að koma þjóðinni inn ESB. Hann er einn af fáum einstaklingum í Evrópu sem dásamar Evruna og er búinn að setja áróðursmaskínu ASÍ í að reyna að fegra hana eins mikið og kostur er. Í þeirri umræðu nefnir hann ekki útgjöld þeirra sem að búa í ESB við að halda henni  á lífi.
Það er algjör samhljómur á milli hans og Samfylkingarinnar þar sem að þessi stjórnmálaöfl segja í fullri alvöru að ekkert er hægt að gera í verðtryggingarmálum þjóðarinnar nema að taka upp Evru! Þetta er fullkominn fyrirsláttur. Ef formaður ASÍ og forsætisráðherra eru svona mikið á móti verðtryggingunni af hverju lögðu þessir aðilar ekki til að kippa henni tímabundið úr sambandi á þeim tímapunkti sem að það hefði skilað launþegum þessa lands raunverulegum kjarabótum?
Gylfi Arnbjörnsson svarar þar með stuttri yfirlýsingu sem segir í raun ekki nokkurn skapaðan hlut eða útskýrir á nokkurn hátt hvers vegna hann vann á móti öllu sem hefði geta orðið til þess að lánin stökkbreyttust ekki á þann sem síðar varð.
Það var jafnmikið í þágu hátekjumanna að lækka skuldir almennt í október árið 2008 eins og í dag og það er aldeilis útilokað að ég standi að tillögum að því að færa ríkasta fólkinu í landinu á silfurfati hundruðir milljarða króna! Það væri nær að beina fjármunum til þeirra sem eru með lágar tekjur og geta ekki staðið undir hvorki greiðslubyrði lána eða greiðslu leigu! Í greiningu Seðlabanka Íslands kom reyndar fram, að tillögur þeirrar nefndar sem ég veitti forstöðu höfðu mestu áhrifin af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til til lækkunar á geiðslubyrði – að gengislánadómunum undanskildum! Þannig að ég hef engu gleymt og er enn sömu skoðunnar!
“Já skaðinn sem þessi “sérfræðingahópur” undir forystu forseta ASÍ gerði skuldsettum heimilum var gríðarlegur og það er í raun ótrúlegt að æðsti forystumaður í verkalýðshreyfingunni hafi unnið svona gegn hagsmunum sinna eigin félagsmanna, og enn og aftur þarf enginn að bera ábyrgð á slíkum skemmdarverkum,” segir Vilhjálmur að lokum í pistli sínum á Pressunni.
Eftir stendur því sú spurning hvort Gylfi ætti að bera ábyrgð því hvernig fór því hann var jú formaður nefndarinar og hann var alfarið á móti frystingu neysluvísitölunar sem hefði geta orðið til þess að fullt af því fólki sem missti siðar heimili sín og jafnvel allar eigur, ætti þetta allt saman enn í dag?
Einnig stendur sú spurning í dag eftir að þetta er orðið uppvíst, hvort Gylfa sé stætt að halda áfram sem formaður ASÍ?
Það hlýtur að vera alger skandall að láta mann sem hefur unnið á móti hagsmunum félagsmanna sinna, á margföldum launum þeirra, sé hreinlega treystandi til formennsku hjá ASÍ.

1433 Skoðað