Forsætisráðherra er aðhlátursefni beggja vegna Atlantsála

1334 Skoðað

Aðhlátursefnið.
Aðhlátursefnið.

Fjallað var um það á fréttamiðlum eftir fund SDG með fjárfestum í Bretlandi í gær, að hann hefði verið að gantast eftir fundinn að hann vildi sjá sem flesta þeirra á íslandi með peningana sína til fjárfestingar.
Gárungarnir gera að því skóna að þeir sem heyrðu þetta hefðu sprungið úr hlátri en ekki vegna þess að þeim þætti þetta svo fyndið heldur vegna þess hversu vitlaus þeim fannst SDG vera að láta sér detta þessi firra í hug.
Þeir vita nefnilega erlendu fjárfestarnir að íslenska krónan er ónýtur gjaldmiðill og gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir að þeir gætu tekið hagnað út úr fyrirtækjum sem þeir mundu leggja fjármuni í.
Framsóknarmenn hins vegar hafa klappað saman höndunum og fallið á kné sér í tilbeiðslu yfir snilli SDG og hversu húmorískur hann sé og snjall til orðsins.  Þeir nefnilega halda að SDG hafi heillað erlendu fjárfestana upp úr skónum.

Sannleikurinn er hins vegar sá, að SDG gerði sig að algeru fífli bæði austan hafs og vestan í þeim viðtölum sem hann hefur mætt í.

Sjá nánar á meðfylgjandi tenglum að neðan.

Viðtal á CNBC

Uppskar hlátur á fundi í London

 

1334 Skoðað