Ég roðnaði af blygðun og skömm

Ölmusukortið.

1698 Skoðað

Ölmusukortið.
Ölmusukortið.

“Ég var nefnilega staddur við Austurvöll ásamt litlum hóp öryrkja og aldraðra þar sem voru að venju fluttar stuttar ræður undir bumbuslætti og lúðrablæstri. Þar birtust tveir rammelfdir lögregluþjónar sem mér datt helst í hug að ættu að gæta okkar ef eitthvert okkar fengi aðsvif af hungri eða kannski vöntun á insúlíni. En nei, þeir voru víst þarna mættir til að verja Alþingi fyrir okkur aumingjunum sem aldrei erum til friðs.”

Þetta segir Ísleifur Gíslason sem var einn þeirra sem mótmælti við Alþingishúsið í gær, 18. September ásamt nokkrum fjölda elli og örorkulífeyrisþega en mótmælt hefur verið núna einu sinni í viku síðustu tvo mánuðina og þess krafist að stjórnvöld standi við það loforð sem þeir gáfu í kosningabaráttunni að taka til baka allar skerðingar á lífeyrisþegum allt aftur til ársins 2009 og að auki standa við þær hækkannir sem lofað var.

Það er ekki nema von að fólk sé orðið langeygt eftir að staðið verði við þessi loforð enda eru  lífeyrisþegar langt undir öllum tekjuviðmiðum hins opinbera, en þar segir að fólk þurfi að hafa minnst 220 þúsund í ráðstöfunartekjur á mánuði og þá sé ekki gert ráð fyrir leigu í þeim viðmiðum en ráðstöfunartekjur lífeyrisþega eru í dag þetta frá 150 til 180 þúsund eftir skatta og gjöld.

Ísleifur skrifaði eftirfarandi færslu á facebook í gær eftir fundinn og af henni að dæma, þá er það orðið ljóst að stjórnvöld ætla ekki standa við gefin loforð og laga kjör lífeyrisþega á næstu mánuðum.

Í dag roðnaði ég – ekki af reiði – ekki af feimni – ekki af kuldanum.
Ég roðnaði af blygðun og skömm, já einmitt AF BLYGÐUN.
Ég var nefnilega staddur við Austurvöll ásamt litlum hóp öryrkja og aldraðra þar sem voru að venju fluttar stuttar ræður undir bumbuslætti og lúðrablæstri. Þar birtust tveir rammelfdir lögregluþjónar sem mér datt helst í hug að ættu að gæta okkar ef eitthvert okkar fengi aðsvif af hungri eða kannski vöntun á insúlíni. En nei, þeir voru víst þarna mættir til að verja Alþingi fyrir okkur aumingjunum sem aldrei erum til friðs.
Í lok fundar stóð til að reyna að ná í forætisráðhera eða einhvern af hans undirsátum og afhenda kröfugerð samstöðuhóps aldraðra og öryrkja.
Og hér kemur ástæðan fyrir að ég roðnaði af blygðun. Ég blygðaðist mín fyrir hönd Alþingis Íslendinga en þeir sem þar sitja í umboði þjóðarinnar, umboði OKKAR, ÞORÐU EKKI ÚT til að hitta okkur heldur var sá kraftalegri af lögregluþjónunum látin fara og fylgja einum þingverði til okkar þar sem þingvöðurinn tók við kröfugerðinni úr hendi Guðmundur Ingi Kristinsson formanns BÓTar og lofaði að skila henni til réttra aðila í steinkumbaldanum áður en hann gekk aftur inn undir lögreglvernd.
Ég á líklega seint eftir að jafna mig á þessu og roðna enn af skömm þegar ég hugsa um aumingjaskap alþingismanna og ráðherra okkar íslendinga.

Það er vesæll og aumur lýður sem lofar fyrir kosningar að bæta kjör þeirra sem verst hafa það í landinu en gera það svo að sínum fyrstu verkum í stjórn landsins að hygla þeim sem best hafa það en hundsa hina.  Það gera aðeins lyddur og lítilmenni og það er svíviðilegur skandall að þannig vinnubrögðum.

1698 Skoðað