Ísland er ekki boðlegt

Svana Helen Björnsdóttir formaður Samtaka Atvinnulífisins.

1156 Skoðað

Svana Helen Björnsdóttir formaður Samtaka Atvinnulífisins.
Svana Helen Björnsdóttir formaður Samtaka Atvinnulífisins.

Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI, skrifar grein um stöðu tækni- og hugverkafyrirtækja á Íslandi í Fréttablaðið í dag. Þar kemur fram að það sem af er ári hafi nokkur vaxandi tæknifyrirtæki í Samtökum sprotafyrirtækja flutt úr landi ásat dýrmætu starfsfólki. Þeirri þróun þurfi að snúa við.

Í hádegisfréttum RÚV segir Svana að fleiri fyrirtæki séu á barmi þess að flytja úr landi, en nýverið flutti Marorka höfuðstöðvar sínar til Bretlands. Þetta sé nánast óhjákvæmileg afleiðing þess þegar erlendir fjárfestar sýni íslenskum sprotafyrirtækjum áhuga.

þegar þetta gerist þá gera fjárfestarnir kröfur um það að fyrirtækin flytji höfuðstöðvar sínar frá Íslandi, vegna þess að það er of mikil áhætta fyrir erlenda fjárfesta að vera með peningana sína á Íslandi, innan gjaldeyrishafta. Fyrirtækin eiga ekkert val. Og þá flytja þau, og stjórnendurnir með.

Svana nefnir fleiri ástæður en gjaldeyrishöftin. Krónan sé óboðlegur gjaldmiðill í milliríkjaviðskiptum og framboð á sérhæfðu starfsfólki sé lítið. Afar erfitt hefur reynst að fá slíkt starfsfólk frá útlöndum.

Fólk fæst ekki lengur til að flytja til landsins og vinna í íslenskum fyrirtækjum nema í undantekningartilvikum vegna þess að lífskjörin eru bara svo slæm. Það er bara þannig að Ísland er ekki nógu aðlaðandi fyrir hvorki fólk né fyrirtæki.

En á sama tíma er Sigmundur Davíð Forsætisráðherra í London og þar ávarpaði hann meðal annars breska fjárfesta og benti á að Íslenska krónan verður gjaldmiðill Íslands um fyrirsjálanlega framtíð og erlendir fjárfestar ættu að hafa það sérstaklega í huga.
Í ræðu sinni kynnti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og tíundaði fyrir fjárfestum kosti þess að fjárfesta á Íslandi.

Sigmundur Davíð sagði jafnframt að krónan hafi átt ríkan þátt í endurreisn Íslands og sagðist sannfærður um að hún muni ná styrk sínum á ný eftir því sem efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar vindur fram.

Loks minntist forsætisráðherra þess að um þessar mundir eru fimm ár síðan fjármálakrísan skall á Íslandi. Þrátt fyrir áfallið séu innviðirnir góðir og menntað og sveigjanlegt vinnuafl, auk ríkra náttúruauðlinda, geri það að verkum að framtíð landsins er björt.

Skandall.is spyr hvort hæstvirtur Forsætisráðherra sé með réttu ráði?

1156 Skoðað