Braut Utanríkisráðherra lög?

Gunnar Bragi

1352 Skoðað

Gunnar Bragi Sveinsson

Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata bendir á athyglisverðan punkt í stöðuuppfærslu á facebook síðu sinni í morgunn þar sem hún telur að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hafi með því að eigin frumkvæði stöðvað aðildarviðræður að Evrópusambandinu brotið Alþingis.
Þegar lögð er fram þingsályktun á þingi og samþykkt, þá er ríkisstjórninni falið að framkvæma það sem ályktað er um. Ekki er lögum samkvæmt hægt að hunsa slíka ályktun án samþykktar þingsins.
Þingsályktanir eru ekki bundnar við ríkisstjórnir heldur þingið sjálft. Þannig yfirfærist það sem ályktað var á milli ríkisstjórna nema að lögð sé ný ályktun sem þingið samþykkir um að fella úr gildi það sem áður var ályktað um.

Það ferli sem núverandi utanríkisráðherra hefur sett í gang með að hunsa algerlega vilja þingsins og þá ályktun sem var samþykkt árið 2009 með því að stöðva aðildarviðræður við Evrópusambandið er ekkert annað en lögleysa sem ekkert löggjafarþing í lýðræðisríki ætti að sætta sig við. Mér finnst því eðlilegt að samflokksmenn ráðherrans leggi fram þingsályktun um að slíta viðræðunum og fari með þetta mál í gegnum ferli sem er lögformlega rétt því annars má segja að verið sé að yfirfæra vald til ráðherra sem stangast á við grundvallarreglu okkar lagasetningaferlis og hlýtur að innibera stórkostlega hættu ef að nær fram að ganga án aðkomu þingsins. Það er mikilvægt að hafa í huga að í valdatíð síðustu ríkisstjórnar tókst að endurheimta eitthvað af völdum löggjafans sem áður hafði þróast í stimpilstofnun á lög sem komu úr ráðuneytunum. Þessi þróun er ekki bara afturhald heldur skaðleg þeirri jákvæðu þróun sem við urðum að fara í sem þjóð til að fyrirbyggja að sérhagsmunaöfl myndu leiða okkur inn í annað hrun.

Segir Birgitta í stöðuuppfærslu sinni.
Einnig skorar hún á þingmenn Framsóknar að leggja fram þingsályktun í september sem tekur af vafa um hvort að þingið sé tilbúið að slíta viðræðunum á lögformlegan máta. Ljóst er að ríkisstjórnin þorir ekki með þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er spurning hvort að þingmenn ríkisstjórnarflokkanna séu ráðherrunum hugrakkari. Það ber að reyna á það og afgreiða tillögu þar að lútandi frá fyrrverandi utanríkismálaráðherra sem liggur fyrir þinginu.

Sé það rétt sem Birgitta vísar í, þá er ekki hægt að segja annað en þarna sé hreinlega kominn skandall ársins.

1352 Skoðað