Þrælabúðir á Djúpavogi – verkalýðsfélögin gera ekki neitt.

1088 Skoðað

Kaffistofa starfsmannana.

Starfsmenn við byggingu nýrrar bryggju á Djúpavogi eru hlunnfarnir í launum og búa við ófullnægjandi skilyrði
Hafnarframkvæmin er á vegum Djúpavogshrepps og fjármögnuð af opinberu fé.  Þrátt fyrir að hreppurinn sé hinn eiginlegi verkkaupi fór útboðið skv. skilmálum Siglingastofnunar og var tilboði lægstbjóðanda tekið.  Það tilboð var 2 milljónum króna lægra en næsta tilboð.
Samkvæmt lauslegri könnun AFLs Starfsgreinafélags vantar á annað hundrað þúsun krónur á mánuði  upp á að kjör starfsmanna við bygginguna standist kjarasamninga og lög. Á myndinni er kaffistofa starfsmanna.  Mennirnir eru sagðir búa við mjög slæmar aðstæður í gámum sem ekki standast lágmarkskröfur sem gerðar eru til vinnubúða. Þrátt fyrir það er innheimt af mönnunum húsaleiga. Sveitarstjóri Djúpavogshrepps hafði í vikunni samband við heilbrigðisyfirvöld og óskaði eftir því að aðstaða starfsmanna yrði skoðuð.

Starfsmenn sem vinna fjarri heimilum sínum eiga að fá fæði hjá vinnuveitanda – en í þessu tilfelli er þeim séð fyrir einni heitri máltíð á dag – en á móti kemur að af launum þeirra er dregið fæðisgjald. Félagið fundaði með starfsmönnum í gær – sem segjast óttast uppsagnir ef þeir standi á réttindum sínum – en þessir launþegar, sem eru Slóvenskir, eru ekki félagsmenn neins verkalýðsfélags en hafa unnið mest á höfuðborgarsvæðinu.Starfsmenn AFLs útskýrðu stöðu mála fyrir þessum starfsmönnum og buðu aðstoð við að gæta hagsmuna þeirra.

Eftir lauslega skoðun félagsins á launaseðlum virðist sem yfirvinnukaup sé ranglega reiknað og muni um 500 krónum á hverjum tíma – auk þess sem félaginu sýnist eftir að hafa rætt við starfsmenn að unnir yfirvinnutímar séu vanreiknaðir um 8 tíma að lágmarki á viku.

Starfsmennirnir á Djúpavogi afþökkuðu aðkomu AFLs Starfsgreinafélags og er því fyrirtækinu  frjálst að halda áfram að hlunnfara þá – í skjóli verksamnings við opinbera aðila.

Það er augljóst að þarna er eitthvað verulega mikið að í reglum um verkalýðsfélög eða skráningu útlendinga til vinnu.  Að sjálfsögðu ætti vinnuveitanda að vera skylt að skrá þá sem vinna hjá honum í verkalýðsfélag sem þá hefur frjálsar hendur gagnvart fyrirtækjum séu starfsmenn hlunnfarnir eins og í þessu tilfelli.
Það er því ljóst samkvæmt þessu, að þrælahald er orðið löglegt í landinu og verði ekki spyrnt við fótum endar með að íslendingar sem ráða sig í vinnu hjá svona fyrirtækjum geta átt von á sömu meðferð.

Á vef Siglingastofnunar er þetta að finna varðandi útboðið:

Þessi tilboð bárust:

Tilboðsgjafi Upphæð
S.G. vélar og Egill Egilsson Kr. 41.646.000.-
Íslenska Gámafélagið ehf. Kr. 49.998.703.-
Knekti ehf. Kr. 49.260.600.-
Hellu- og varmalagnir ehf. Kr. 38.700.500.-
Kostnaðaráætlun hönnuða Kr. 44.444.650.-

S.G vélar og Egill Egilssonn  og  Hellu og varmalangir ehf eru einu fyrirtækin sem koma til greina varðandi þetta og hvorugt hefur fyrirtækið heimasíðu á netinu, en þetta eru einu aðilarnir sem koma til greina sem þrælahaldarar á íslandi og það árið 2013.

Svona skandal þarf að stoppa og það ekki seinna en strax.

 

1088 Skoðað