Konur sem losna ekki úr ofbeldsissamböndum

Heimilisofbeldi er ófyrirgefanlegt.

1309 Skoðað

Heimilisofbeldi er ófyrirgefanlegt.
Heimilisofbeldi er ófyrirgefanlegt.

Ofbeldi í samböndum eða hjónaböndum er eitthvað sem er og verður alla tíð ófyrirgefanlegt.
Lesandi sendi okkur sögu af tveim konum sem hún veit um en þær búa báðar við stanslaust ofbeldi frá mönnunum sem þær búa með en eru í þeirri stöðu að geta ekki losað sig út úr þeim samböndum.

Sjálfsagt munu einhverjir hneykslast yfir því sem hér fer á eftir en Skandall biður fólk að staldra aðeins við og reyna að setja sig í spor þessara ógæfusömu kvenna áður en það dæmir þær því það er ekki af sjálfspyntingarhvöt sem þær eru ekki farnar frá mönnunum heldur eru aðstæður þeirra með þeim hætti að þeim er það nánast gjörsamlega ómögulegt.

En hér kemur pistillinn ómengaður eins og hann barst til okkar.

Mig langar að vekja athygli á hóp kvenna sem búa við ofbeldi í nánum samböndum.
Ég veit nú þegar um tvær konur, önnur er að skilja við manninn en hún á ungling á 17. ári og hann er að fara að byrja í framhaldskóla í Rvík.
Hún á einnig 4 hunda með manninum og tvo ketti. (þau búa utan Reykjavíkur.) Hún er á öryrkjabótum og það er vonlaust fyrir hana að fá húsnæði bæði vegna húsnæðiseklu og lágra tekna.
Hún hefur verið á biðlista hjá þeim sem sjá um íbúðirnar á Ásbrú í eitt ár og ekkert heyrt frá þeim. Það er önnur sem býr á efri hæð hússins og leigir af sínum fyrrverandi. Hún valdi það frekar en að vera á götunni.
Þau áttu saman 3 hunda en hún hefur þá hjá sér. Þau eru sem betur fer barnlaus. Einhverjir gætu sagt að það væri ekkert mál að losa sig við dýrin en það kostar sitt bæði andlega og fjárhagslega. Er ekki nóg að nútíð og framtíð sé í ­ molum.
Þessir menn hóta öllu illu vitandi það að þær komast ekkert. Hóta að henda draslinu þeirra út, drepa hundana, sitja um þær, bera út sögur um þær.
Kvennaathvarfið leyfir sjálfsagt ekki gæludýr og vitandi það að þurfa að skilja dýrin eftir í höndum slíkra manna getur gert út af við fólk í slíkri stöðu. Hvað er til ráða í þessu vonlausa samfélagi?

Ofbeldi er aldrei hægt að réttlæta með nokkrum hætti og ofeldi á heimilum gagnvart maka eða börnum er því miður enn of vel falið vandamál á Íslandi.  Vandamál sem þarf að uppræta enda sá sem ofbeldinu beitir í raun ekkert annað en sjúklingur sem þarfnast meðferðar við veikindum sínum.

Skandall hvetur fólk sem veit um efni sem ætti heima hér á vefnum að senda okkur sögu sína til birtingar því með þöggun verður aldrei hægt að upplýsa um hlutina.  Því verða þeir að koma fyrir almannasjónir og það er á ábyrgð okkar allra í þessu þjóðfélagi.

Skandall.is birtir það sem öðrum stendur á sama um því annað væri jú skandall.

1309 Skoðað